Hafnarfjarðarhöfn 110 ára

Fréttir

Í ársbyrjun 2019 voru rétt 110 ár liðin frá því að fyrsta hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn tók gildi, þann 1. janúar 1909. Með þeirri reglugerð var heimiluð gjaldtaka af öllum skipum stærri en 8 smálestir sem lögðust við akkeri eða aðrar festar innan við línu sem dregin var frá Balakletti í Hvaleyrarhöfða.

Í ársbyrjun 2019 voru rétt
110 ár liðin frá því að fyrsta hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn tók
gildi, þann 1. janúar 1909. Með þeirri
reglugerð var heimiluð gjaldtaka af öllum skipum stærri en 8 smálestir sem lögðust
við akkeri eða aðrar festar innan við línu sem dregin var frá Balakletti í
Hvaleyrarhöfða.

Hafnargjöldin runnu í
hafnarsjóð og þar með var kominn grunnur að fjármagni til framkvæmda við
hafnargerð. Undirbúningur að smíði
hafskipabryggju hófst þetta sama ár og hófst bryggjusmíðin vorið 1912. Fyrsta alvöru hafskipabryggja landsins var
síðan vígð við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði í febrúar 1913. Sú framkvæmd var mikil lyftistöng fyrir
bæjarfélagið en Hafnarfjörður hefur verið allt frá miðöldum ein mikilvægasta
höfn og samgöngumiðstöð landsins, enda allar aðstæður fyrir örugga höfn,
einstakar frá náttúrunnar hendi.

Mynda- og sögusýning á Strandstíg sett upp á árinu

Í tilefni þessara tímamóta í sögu hafnarinnar verður sett upp mynda- og sögusýning á Strandstígnum síðar á þessu ári og jafnframt hefur hafnarstjórn samþykkt að hefja undirbúning að endurbyggingu Norðurgarðsins samhliða frágangi á Strandstígnum við Norðurbakkann, einmitt á því svæði sem fyrsta hafskipabryggjan var byggð á sínum tíma.

Hafnarstjorn2Í hafnarstjórn í dag sitja þau Kristín María Thoroddsen formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson, Magnús Ægir Magnússon, Jón Grétar Þórsson og Jón Ingi Hákonarson. Hér má sjá hópinn ásamt Lúðvíki Geirssyni hafnarstjóra og Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. 

Ábendingagátt