Hafnarfjarðarstíll 2022 og gylltur glamúr

Fréttir

Stíll er hönnunar keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun, framkomu og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Þemað í ár var gylltur glamúr og  fór Hafnarfjarðarstíll 2022 fram þann 2. desember í Lækjarskóla og fór mæting fram úr björtustu vonum.

Stíll er hönnunar keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun, framkomu og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Þemað í ár var valið af ungmennaráði SAMFÉS og var “gylltur glamúr (gilded age)”. Hafnarfjarðarstíll 2022 fór fram með pompi og prakt þann 2. desember í Lækjarskóla og fór mæting fram úr björtustu vonum. Hóparnir voru skipaðir 2 – 4 unglingum að módelinu meðtöldu. Keppendur fengu tvær klukkustundir til þess að undirbúa módelið sitt fyrir sýninguna.

Allir keppendur fá tækifæri til þátttöku í SAMFÉS stíl allra félagsmiðstöðva

Allir keppendur fá síðan tækifæri á því að taka þátt í SAMFÉS stíl þar sem að félagsmiðstöðvar allstaðar að landinu taka þátt. Í stóru keppninni þurfa keppendur einnig að skila inn hönnunarmöppu þar sem hugmyndin á bakvið hönnunina er útskýrð. Markmið Stíls er að virkja sköpunarhæfileika ungs fólks ásamt því að hvetja þau til listsköpunar með frumlegum hætti. Margir grunnskólar á landinu bjóða upp á Stíls valáfanga þar sem að keppendum gefst tækifæri til þess að vinna í hönnuninni sinni á skólatíma.

Dómarar voru Alma Björgvinsdóttir hárgreiðslukona og förðunarfræðingur og Daníel Kristinn Pétursson stílisti. Vinningshafarnir árið 2022 eru taldir upp hér fyrir neðan.

  • Besta hárið: Gullperlur. Keppendur: Karen Birna Einarsdóttir Stephensen, Katrín Björt Sigmarsdóttir, Kristbjörg Aðalheiður Guðjónsdóttir, Dalía Mist Davíðsdóttir úr félagsmiðstöðinni Ásnum
  • Framkoma: Booboo Bears. Keppendur: Andrea L. Hafdal Kristinsdóttir, Natalía Rós Rakelardóttir, Elisabeth Rós Sverrisdóttir Berger og Alex Hlyns úr félagsmiðstöðinni Setrinu
  • Förðun: Strumparnir. Keppendur: Katrín Rós Arnórsdótir, Guðbjörg Diljá Ásudóttir, Guðrún Emma Grönqvist og Guðrún Salvör Ólafsdóttir úr félagsmiðstöðinni Öldunni
  • Hönnun: Dulúð. Keppendur: Aníta Ösp Antoniussen model, Olivia Boc, Roksana Jaros og Marija Ivanova úr félagsmiðstöðinni Mosanum

Aðrir keppendur voru:

  • All the single ladies. Nafn á keppendum: Natalía Alba Gísladóttir, Katarína Hannesdóttir, Elisabet Ýr Rodriguez úr félagsmiðstöðinni Öldunni
  • MAMA. Nafn á keppendum: Alberta Baboci, Milla Kristin Sigurgeirsdóttir, Adrianna Dominika Bernardsdóttir, Móey Kröyer Kristjánsdóttir (módel) úr félagsmiðstöðinni Öldunni
  • Strumpa Pop. Nafn á keppendum: Sædís Lind Sigurðardóttir módel, Steingrímur Geir Geirsson, Ýr Gísladóttir úr félagsmiðstöðinni Öldunni
  • Seríos. Nafn á keppendum: Heiðrún Ingólfsdóttir, Vigdís Helga Erlendsdóttir, Unnur Kristín Árnadóttir og  módel er Heiðrún úr félagsmiðstöðinni Setrinu
    ESP. Nafn á keppendum: Pia María Aradóttir, Sara Lind Ólafsdóttir og Eva Margrét Jónadóttir úr félagsmiðstöðinni Öldunni
Ábendingagátt