Hafnarfjarðarstíll og Stíll 2021 – sirkus er þemað í ár

Fréttir

Hafnarfjarðarstíll var haldinn í félagsmiðstöðinni Setrinu í Setbergsskóla í byrjun mars. Um er að ræða metnaðarfulla hönnunarkeppni þar sem keppt er í hár, förðun og hönnun og munu keppendur í Hafnarfjarðarstíl taka þátt í Stíl 2021. Þema keppninnar í ár er Sirkus. 

Hafnarfjarðarstíll
var haldinn í félagsmiðstöðinni Setrinu í Setbergsskóla í byrjun mars. Hér er um að ræða metnaðarfulla hönnunarkeppni þar sem keppt er í hár, förðun og hönnun og munu keppendur í Hafnarfjarðarstíl taka þátt í Stíl 2021 – hönnunarkeppni unga fólksins – sem fram fer á morgun laugardaginn 20. mars.  Þema keppninnar í ár er Sirkus. 

Still-1

Úrslit Hafnarfjarðarstíls voru eftirfarandi:

  • 1 sæti: Ásinn í Áslandsskóla
  • 2.sæti: Mosinn í Hraunvallaskóli
  • 3.sæti: Hraunið í Víðistaðaskóla

Hraunið fékk einnig verðlaun fyrir bestu förðun og fyrir besta hárið. Ásinn fékk einnig verðlaun fyrir bestu möppuna.

Markmið Stíls – hönnunarkeppni unga fólksins 

Hvetja unglinga til
listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og
sköpunarhæfileika. Vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á
sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan
félagsmiðstöðvanna. Einnig að unga fólkið komist í kynni við fleiri sem hafa
áhuga á sama sviði.

Ábendingagátt