Hafnarfjörður keppir í kvöld

Fréttir

Í kvöld etja kappi Hafnarfjörður og sveitarfélagið Ölfus. Við sendum þeim Tómasi, Sólveigu og Guðlaugu okkar bestu strauma og hlökkum til að sjá þau á skjánum. Allir áhugasamir geta mætt í sjónvarpssal til að horfa á spurningakeppnina í beinni útsendingu og hvatt hópinn til dáða. 

 

 

Áfram Hafnarfjörður!

Í kvöld etja kappi Hafnarfjörður og sveitarfélagið Ölfus. Liðið sem tekur þátt fyrir hönd Hafnarfjarðar í ár var valið af íbúum Hafnarfjarðar síðla sumars og þykir það spanna ansi vítt áhugasvið, búa að dýrmætri reynslu og ríkri þekkingu á fjölbreyttu sviði. Liðið skipa þau Tómas Geir Howser Harðarson, Sólveig Ólafsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir – sjá kynningu á liðinu hér 

Við sendum hópnum okkar bestu strauma og hlökkum til að sjá þau á skjánum í kvöld! Allir áhugasamir geta mætt í sjónvarpssal til að horfa á spurningakeppnina í beinni útsendingu og hvatt hópinn til dáða.   

Spurningakeppnin Útsvar

Hafin er tíunda þáttaröðin af spurningaþættinum Útsvari. Keppnin þetta árið hófst þegar Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð mættust í fyrstu viðureign vetrarins um miðjan september. Í ár eru það 24 lið sem taka þátt og keppast um að hreppa Ómarsbjölluna. Þau 8 lið sem komust í fjórðungsúrslit í fyrravetur komast sjálfkrafa áfram. Það eru lið Hafnarfjarðar, Reykjavíkur, Árborgar, Ölfuss, Fljótsdalshéraðs, Snæfellsbæjar, Norðurþings og Fjarðabyggðar. Hin liðin eru dregin út og úr hópi fjölmennari sveitafélaga drógust þessi sveitafélög út: Garðabær, Mosfellsbær, Akranes, Hornafjörður, Borgarbyggð, Grindavík, Vestmannaeyjar, Fjallabyggð, Rangárþing eystra, Sandgerði, Akureyri, Kópavogur, Seltjarnarnes. Úr hópi fámennari sveitafélaga drógust Garður, Þingeyjarsveit og Árneshreppur og eiga þau það jafnframt sameiginlegt að vera ný í Útsvari. 

Ábendingagátt