Hafnarfjörður lýstur með LED-ljósum 

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing tekið við af gömlu ljósaperunum enda sparnaðurinn sýnilegur.

Ljósadýrð með LED-perum

Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu og einungis er eftir að LED-væða á eldri atvinnusvæðum bæjarins. Það er í undirbúningi. 

Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsviðs, segir ráðist í LED-væðingu sveitarfélagsins strax fyrir um fjórum árum. Rekstrarsparnaðurinn sé verulegur eða um 20-30% frá því sem var, enda eyði LED minna rafmagni. Settar hafi verið 200 milljónir í verkefnið fyrir þremur árum og unnið markvisst að væðingunni. „Við fórum hratt af stað og stöndum fremst meðal sveitarfélaga.“ 

Sparnaður af LED-ljósum

Sigurður segir LED-búnað stöðugt lækka í verði. Oft sé mögulega að skipta gömlu ljósaperunum út fyrir LED-peru, en stundum sé hagkvæmara að skipta um lampa. Nýjar byggingar séu LED-væddar frá upphafi en sett hafi verið LED-ljós upp í skólum og leikskólum síðasta árið. Verkinu verði haldið áfram á næstu þremur árum. 

„Við fengum innspýtingu í fjármagn vegna LED-væðingar og stefnum á að klára eins fljótt og við getum enda sjáum við að rafmagnsverð hefur hækkað.“ Það sé því til mikils að vinna. 

Þjónustan boðin út   

Rafmagnsþjónusta hefur verið boðin út reglulega frá 2009 í Hafnarfirði og skipt hefur verið um þjónustuveitanda í hvert sinn. „Útboðin fara fram á þriggja til fjögurra ára fresti. Þau eru afar mikilvæg til að fara sem best með fjármuni sveitarfélagsins.“  

Já, Hafnarfjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem leiðir LED-lýsinguna. 

Ábendingagátt