Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hellisgerði skartaði sínu fegursta í brakandi blíðu og faðmaði fjölskylduna alla á sunnudag á árlegri álfahátíð þar sem fremst fór álfadrottning, álfakóngur, bókaálfur, Benedikt Búálfur og dansandi Plié álfar svo fátt eitt sé nefnt.
Hellisgerði skartaði sínu fegursta í brakandi blíðu og faðmaði fjölskylduna alla á sunnudag á árlegri álfahátíð þar sem fremst fór álfadrottning, álfakóngur, bókaálfur, Benedikt Búálfur og dansandi Plié álfar svo fátt eitt sé nefnt. Gestir tóku áskorun um að mæta til hátíðarhaldanna í álfabúningum, með álfaeyru og blómasveiga vel og um garð allan mátti sjá fólk á öllum aldri í búningum með blóm í hárinu. Gróf talning gesta hljóðar upp á töluna 2.000 en margt var um manninn á meðan hátíðarhöldin stóðu yfir. Það er óhætt að segja að andi liðinnar aldar, huldufólks og álfa hafi verið allsráðandi í Hellisgerði á Álfahátíð. Krakkar og kynlegir kvistir nutu þess að klífa hraunið og hvíla sig í hraunbolum víða um garðinn. Yngsti fiskimaðurinn heillar alltaf og kallaði á krakkana til sín smá busl og bleytu í blíðunni.
Hellisgerði er hrauni prýddur skrúðgarður í hjarta Hafnarfjarðar hvaðan Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eiga góðar minningar og sögur síðustu áratugina. Garðurinn hefur frá upphafi þjónað mikilvægu samfélagslegu hlutverki sem grænt svæði, samverustaður og vettvangur upplifunar og leikja fólks á öllum aldri. Hellisgerði hefur hin síðustu ár stimplað sig inn sem heimur ljósadýrðar og ævintýra á aðventunni og hafa þúsundir gesta lagt leið sína í garðinn í aðdraganda jóla um leið og hið sívinsæla Jólaþorp í Hafnarfirði er heimsótt. Kaffihús í Litlu Álfabúðinni er rekið í garðinum yfir sumartímann og aðventuhelgarnar.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…