Hafnfirðingur nr. 30.000 er nýfædd stúlka

Fréttir

Hafnfirðingar hafa nú náð þeim áfanga að vera orðnir þrjátíuþúsund talsins. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fagnaði áfanganum með heimsókn til stúlku Sigurðardóttur og færði henni og fjölskyldu hennar vandaða hafnfirska list og gjafir.

Hafnfirðingar hafa nú náð þeim áfanga að vera orðnir þrjátíuþúsund talsins. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fagnaði áfanganum með heimsókn til stúlku Sigurðardóttur og færði henni og fjölskyldu hennar vandaða hafnfirska list og gjafir sem endurspegla áherslur sveitarfélagsins m.a. í umhverfismálum, læsi, heilsueflingu og hamingju.

30000

Hafnfirðingur númer 30.000 er lítil stúlka fædd 15. október síðastliðinn, dóttir hjónanna Helgu Rúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Fannars Grétarssonar. Þau hjónin eiga fyrir fimm ára dreng og festu kaup á sinni fyrstu íbúð í suðurbæ Hafnarfjarðar fyrir rétt um ári síðan. Helga Rún er fædd og uppalin í Hafnarfirði en Sigurður er Ísfirðingur. Stúlka litla Sigurðardóttir fékk skjal og listaverk frá bænum sínum til vitnis um að hún sé íbúi númer 30.000. Stóri bróðir fékk fallega bók að gjöf auk þess sem í glaðningum leyndust umhverfisvænar vörur fyrir litlu systur; þvottaklútur, handklæði og fyrsti tannburstinn. Saman fékk fjölskylda bókina Ró eftir þær Evu Rún Þorgeirsdóttur og Bergrúnu Írisi sem inniheldur einfaldar æfingar fyrir krakka og fullorðna til að framkalla slökun og innri ró. Fjölskyldan tók vel á móti bæjarstjóra og fylgdarliði. 

Ábendingagátt