Hafnfirsk börn taka þátt í Göngum í skólann 2025

Fréttir

Engidalsskóli og Setbergsskóli er meðal þeirra hafnfirsku skóla sem taka þátt í átaksverkefninu Göngum í skólann í ár. Átakið hefst í 19. sinn þann 3. september.

Hafnfirsk skólabörn ganga í skólann sinn

Setbergsskóli og Engidalsskóli eru meðal þeirra skóla sem taka þátt í verkefninu Göngum í skólann nú í haust. Átakið verður sett í 19. sinn þann 3. september. Því lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 1. október. Það á sér erlenda fyrirmynd, www.iwalktoschool.org.

Með þátttöku í verkefninu „Göngum í skólann“ vekja skólarnir nemendur sína til umhugsunar um vistvænni ferðamáta. Einnig eru nemendur hvattir til aukinnar hreyfingar með því að efla færni þeirra til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þá um ávinning reglulegrar hreyfingar og stuðla að heilbrigðum lífsstíl.

  • Lesið meira um verkefnið hér

Milljónir ganga um allan heim

Á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt, fyrsta árið voru þátttökuskólarnir 26 en alls skráðu 84 skólar sig til leiks árið 2023. Nú eru skólarnir 63 á heimasíðu átaksins, en fjölgar eflaust á næstu dögum.

  • Hér má skrá skóla til leiks.

Já, við erum stolt af börnunum sem nýta tækifærið og ganga ef nokkur kostur er!

Ábendingagátt