Hafnfirsk hugsjónamanneskja í ráðgefandi hlutverki

Fréttir

Kristrún Sigurjónsdóttir er listakokkur og stundar sína hugleiðslu við bakstur og eldamennsku sem vinir og ættingjar sækja í. Hún er með nám á meistarastigi í fjölmenningu, hnattrænum tengslum og fólksflutningum og starfar sem kennsluráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem hún sinnir ráðgefandi hlutverki á sviði fjölmenningar í öflugu samstarfi við leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og aðra hagsmunaaðila.

Kristrún Sigurjónsdóttir er listakokkur og stundar sína hugleiðslu við bakstur og eldamennsku sem vinir og ættingjar sækja í. Hún er með nám á meistarastigi í fjölmenningu, hnattrænum tengslum og fólksflutningum og starfar sem kennsluráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem hún sinnir ráðgefandi hlutverki á sviði fjölmenningar í öflugu samstarfi við leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og aðra hagsmunaaðila. Kristrún er hreinræktaður Hafnfirðingur (fæddist þó ekki hér) og vill hvernig annars staðar búa. Unglingsárunum varði hún við vélritun orðtaka og málshátta og við vangaveltur um bakgrunn þeirra og sögu enda áhugi á íslenskri tungu mikill strax frá unga aldri.

Brennur fyrir jafnrétti, mannréttindamálum og félagslegu réttlæti

Kristrún er mikil hugsjónamanneskja sem hefur alla tíð þótt mikilvægt að lifa í takt við og starfa að hugsjónum sínum og brennur sjálf fyrir jafnrétti, mannréttindamálum, félagslegu réttlæti. Hún kenndi í Lækjarskóla í 20 ár og kom þar m.a. að uppbyggingu og stofnun móttökudeildar fyrir nemendur af erlendum uppruna. Hún hefur upplifað í gegnum sína vinnu þann mikla vöxt sem hefur orðið í fjölda erlendra nemenda í hafnfirsku skólasamfélagi og hefur tekið virkan þátt þróun nýrra leiða, lausna og áætlana fyrir þennan hóp nemenda þannig að hægt sé að mæta þörfum þeirra. Í spjallinu segir Kristrún okkur frá því hvernig áhugi hennar á fjölmenningu kviknaði og hvernig hún fór sjálf að lesa sér til og leita leiða til að taka betur á móti vaxandi fjölda erlendra barna og ungmenna. Með auknum fjölda hefur úrræði horfið frá því að vera móttökudeild í einum skóla í það að allir skólar geti tekið af öryggi á móti nýju erlendum nemendum. Eitt af stóru þróunarverkefnum sem í gangi eru hjá Hafnarfjarðarbæ er innleiðing á stöðumati fyrir nýja nemendur af erlendum uppruna og sér Kristrún um innleiðinguna fyrir hönd sveitarfélagsins.

Viðtöl við áhugaverða einstaklinga sem starf í þágu sveitarfélagsins

Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem starfa í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast alla þætti Vitans á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict.

Hlusta á þáttinn

Ábendingagátt