Hafnfirsk ungmenni og Bergið Headspace

Fréttir

Bergið headspace og Hafnarfjarðarbær hafa starfað náið saman síðan í mars 2021. Samstarfið byggir á ráðgjafaþjónustu til handa ungu fólki í Hafnarfirði. Með endurnýjuðum samningi fær Bergið nýja aðstöðu í hjarta Hafnarfjarðar, að Austurgötu 8, undir ráðgjafaþjónustu sína. Ráðgjöf Bergsins headspace byggir á hugmyndafræði um auðvelt aðgengi og fullan trúnaði auk þess sem ráðgjöfin er öllu leyti ókeypis.

Endurnýjun á samkomulagi um samstarf

Bergið headspace og Hafnarfjarðarbær hafa starfað náið saman síðan í mars 2021. Samstarfið byggir á ráðgjafaþjónustu til handa ungu fólki í Hafnarfirði. Með endurnýjuðum samningi fær Bergið nýja aðstöðu í hjarta Hafnarfjarðar, að Austurgötu 8, undir ráðgjafaþjónustu sína. Þjónustan hefur verið mjög vel nýtt frá upphafi samstarfs og komið hafnfirskum ungmennum vel. Ráðgjöf Bergsins headspace byggir á hugmyndafræði um auðvelt aðgengi og fullan trúnaði auk þess sem ráðgjöfin er öllu leyti ókeypis.

Samningur fyrir skólaárið 2024-2025

Fanney D. Halldórsdóttir sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar og Eva Rós Ólafsdóttir sérfræðingur hjá Berginu Headspace undirrituðu nýjan samstarfsamning í Ráðhúsi Hafnarfjarðar sem gildir skólaárið 2024-2025. Markmið samningsins er að veita börnum og ungmennum 12 – 24 ára aðgengi að faglegri ráðgjöf og þjónustu þeim að kostnaðarlausu.. Gott aðgengi er að Austurgötu 8 en Krýsuvíkursamtökin deila húsnæðinu með Berginu. Húsnæðið er í eigu Hafnarfjarðarbæjar.

Frí ráðgjöf á Austurgötunni alla fimmtudaga

Bergið headspace verður með ráðgjafa á Austurgötu alla fimmtudaga þetta skólaárið. Hægt er að sækja um þjónustu og ráðgjöf frá Berginu headspace í gegnum www.bergid.is, með að hringja í Bergið á dagvinnutíma í síma 571-5580 og í gegnum samfélagsmiðla Bergsins headspace. Einnig er hægt að sækja þjónustuna í höfuðstöðvar Bergsins að Suðurgötu 10 í Reykjavík ef það hentar viðkomandi betur.

Um Bergið headspace

Meginhlutverk Bergsins headspace er að veita ungmennum stuðning til að vinna út úr sínum málum á eigin forsendum. Markmiðið er að ungmenni öðlist betri líðan og auki virkni sína í daglegu lífi í skóla eða vinnu. Hlutverk ráðgjafa Bergsins er tvíþætt, að greina og meta vanda og veita stuðning og svo að ráðleggja og finna leiðir inn í þjónustu annars staðar. Þannig er Bergið headspace hjartað í miðjunni, miðpunktur þar sem ungt fólk og fjölskyldur þeirra geta haft samband, fengið sinn eigin ráðgjafa sem veitir stuðning og ráðgjöf og leggur mat á þörf á úrræðum. Ungmenni eiga greiðan aðgang að þjónustu og ráðgjöf. Allir ráðgjafar hafa klíníska menntun og reynslu af ráðgjöf, eru menntaðir félagsráðgjafar auk náms- og starfsráðgjafa. Þjónusta Bergsins leggur áherslu á andlega líðan, heilsu og virkni (nám og vinna) með lágþröskuldaþjónustu, upplýsandi ráðgjöf, áfallamiðaðri nálgun og valdeflingu.

Vefur Bergsins Headspace 

Ertu á aldrinum 13-25 ára eða áttu barn/ungmenni á þessum aldri sem þarf aðstoð?
Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa til að kynna sér þjónustuna.

Ábendingagátt