Hafnfirskir foreldrar almennt á vaktinni

Fréttir

Jóna Rán Pétursdóttir, nýr forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, hrósar hafnfirskum foreldrum í grein í Fjarðarfréttum í dag. „Hafnfirskir foreldrar standa almennt vaktina í uppeldinu.“

Hafnfirskir foreldrar að standa sig

84% hafnfirskra barna í 8.-10, bekk finnst auðvelt að ræða um persónuleg málefni við foreldra sína, 94% upplifa umhyggju og hlýju frá þeim og 89% fá ráðleggingar gagnvart námi. Þetta má sjá í niðurstöðum Rannsóknar og greiningu sem nýkomnar eru út, rannsókn sem lögð var fyrir unga fólki okkar í vor. Þar má sjá að 79% unglinganna eru oft eða nær alltaf með foreldrum sínum um helgar.

Jóna Rán Pétursdóttir, nýr forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, hrósar hafnfirskum foreldrum í grein í Fjarðarfréttum í dag.

„Hafnfirskir foreldrar standa almennt vaktina í uppeldinu. Foreldrar borða kvöldmat með börnunum sínum, þeir vita almennt hvar þau eru og þekkja vini þeirra,“ segir hún þar. Jóna Rán hefur síðustu daga kynnt niðurstöðurnar fyrir skólastjórnendum.

„92% foreldra í 10. bekk þekkja vini barnanna sinna og 94% foreldrar barna í 9. bekk og 96% foreldranna í 8. bekk. Þetta eru glimrandi tölur,“ segir  hún.

  • Sjá Hafnfirska æsku, blað Fjarðarfrétta hér
  • Sjá niðurstöður Rannsóknar og greiningar hér
  • Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar hér 
Ábendingagátt