Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnfirskir nemendur ná auknum árangri í PISA 2015 miðað við PISA 2012 á meðan árangur Íslands lækkar í heild sinni sem er áhyggjuefni.
Hafnfirskir nemendur ná auknum árangri í PISA 2015 miðað við PISA 2012 (lesskilningur 477>489, stærðfræði 485>493, náttúruvísindi 468>472) á meðan árangur Íslands lækkar í heild sinni sem er umhugsunarefni. Hafnarfjörður er meðal fárra sveitarfélaga sem þetta gerist þótt enn sé árangurinn undir meðaltali PISA (grunnlína PISA er með meðaltalið 500 og OECD ríkjanna núna 490) en hann hefur náð landsmeðaltali Íslands í öllum þáttum. Það er einnig óvenjulegt núna að breytingin í Hafnarfirði fer ekki saman við breytingu á landinu í heild. Í fyrri könnunum hefur Hafnarfjörður fylgt breytingum á árangri íslenskra nemenda í heild, þ.e. lækkað (2003, 2006, 2012) og hækkað (2009).
PISA umræða er margræð á Íslandi og skiptar skoðanir um mikilvægi PISA. Menn velta fyrir sér hvort versnandi árangur Íslands endurspegli endilega minnkandi getu íslenskra nemenda í heild sinni eða árangur íslenska skólakerfisins þar sem PISA mæli mjög afmarkaða þætti skólastarfsins. Horfa þurfi til fleiri þátta sem geti skýrt niðurstöður annað en endilega að árangur íslenska skólakerfisins fari versnandi. Nefndir hafa verið þættir eins og félagslegar aðstæður nemenda (eru þær að versna á Íslandi?), brottfall í PISA könnun (mismunandi eftir sveitarfélögum eða löndum?), íslensk skólastefna um „skóla án aðgreiningar“ (meðalmennska íslensks skólakerfis sem hamli góðum árangri duglegustu nemendanna?!), áhugi nemenda á prófinu sjálfu (mismunandi eftir löndum?), tímamagn í kennslu PISA námsgreinanna (ólíkt eftir löndum?) eða einfaldlega mismunandi áherslur í námi nemenda eftir sveitarfélögum og löndum sem mæti misvel „PISA námskránni“. Allt sjónarmið sem þarf að ræða.
Í Hafnarfirði hefur verið lögð aukin áhersla á mikilvægi lestrar síðustu ár, ekki sérstaklega vegna PISA, heldur vegna þess að ýmsar vísbendingar gáfu til kynna að árangur hafnfirskra barna gæti verið betri og tilefni væri til að leggja sérstaka áherslu á lestur yfirleitt í hafnfirskum leik- og grunnskólum. Þannig hefur verið innleidd í Hafnarfirði sérstök læsisáhersla sem nefnd er LESTUR ER LÍFSINS LEIKUR og hefur það að markmiði að styðja við skólastarfið. Í því felst meðal annars að gefa skólaumhverfinu skýr viðmið um lestrarhæfni nemenda eftir aldri, veita nemendum reglulega upplýsingar um lestrargetu sína og efla þá til að ná auknum árangri, styðja við kennara í lestrarkennslunni með margvíslegri fræðslu og ráðgjöf og hvetja foreldra til aukinnar þátttöku í heimalestri barna sinna.
Við væntum að aukin umræða um læsi í hafnfirsku skólasamfélagi og innleiðing lestraráherslunnar LESTUR ER LÍFSINS LEIKUR séu að færa hafnfirskum nemendum aukin gæði í skólastarfinu sem muni sýna sig enn frekar á næstu árum. PISA niðurstöðurnar eru jákvæðar fréttir í þá vinnu sem á sér stað í Hafnarfirði þessi misserin og gefa tilefni til að halda áfram að vinna að auknum námsárangri nemenda í læsi í Hafnarfirði.
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…