Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar hefur eftirlit með öllum greftri og framkvæmdum í landi bæjarins.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Tæpum 15 milljónum af 34 milljón króna veltu Hafnarfjarðarkortsins hefur verið varið í vörur og þjónustu hafnfirskra fyrirtækja frá því að kortið fór á markað.
Tæpum 15 milljónum af 34 milljón króna veltu Hafnarfjarðarkortsins hefur verið varið í vörur og þjónustu hafnfirskra fyrirtækja frá því að kortið fór á markað fyrir rétt rúmum mánuði síðan, 18. desember.
„Þetta er bara upphafið,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar, um fyrsta mánuð Hafnarfjarðarkortsins, sem er gjafa- og inneignarkort sem gildir í sextíu hafnfirskum fyrirtækjum.
„Við sjáum að verslað hefur verið í hverju og einu einasta fyrirtæki sem komið var í hópinn fyrir áramót,“ segir Þóra Hrund og lýsir því hvernig kortið er notað.
„Fólk er með kortið í veskinu sínu í símanum. Þetta er ekki aðeins gjafabréf heldur einnig greiðslulausn,“ segir hún og hvetur alla Hafnfirðinga til að vera með Hafnarfjarðarkortið. „Við erum að stíga fyrstu skrefin og þróum kortið í þá átt að bjóða ýmis fríðindi sem eingöngu fást með Hafnarfjarðarkortinu,“ segir Þóra Hrund.
Valdimar Víðisson bæjarstjóri segir Hafnarfjarðarkortið frábært til að styrkja verslun og þjónustu í bænum. „Þetta er einföld leið fyrir okkur öll til að styðja við okkar eigin fyrirtæki og halda verðmætum hér heima í Hafnarfirði.“
Þóra Hrund segir að til að byrja með hafi fókusinn verið á að fá sem flesta samstarfsaðila. „Ég setti mér það markmið að ná 50 fyrirtækjum inn fyrir jól, en við náðum 60. Þeim fer fjölgandi enda kortið frábært fyrir fyrirtækin hér í bænum. Milljónir eru í pottinum og því kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki að vera með og bjóða góð kjör.“
Þóra Hrund segir skipta miklu máli að hægt sé að kaupa matvöru með kortinu. „Toppfyrirtækin fyrir jólin seldu matvöru, en svo kom sérvaran sterk inn. Lindex og Gina hér í Hafnarfirði eru til dæmis með yfir 200 færslur fyrir jólin. Ég reiknaði saman að á þessum fyrstu þremur vikum sem við vorum í loftinu fóru 56,4% í matvöru og 43,6% í sérvöru. Það verður áhugavert að sjá hvernig salan þróast nú þegar jólin eru að baki,“ segir hún.
Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðarbæjar, er drifkrafturinn á bakvið Hafnarfjarðarkortið. Mynd/Óli Már
Þóra Hrund segir Markaðsstofuna vera með það markmið að kynna fjölbreytt atvinnulíf í Hafnarfirði og auka verslun. „Við viljum auka viðskipti innan bæjarins. Þetta er einn liður í þeirri vegferð að styrkja verslun og þjónustu innan bæjarins og hvetja til viðskipta og samstöðu,“ segir hún.
„Þetta styrkir líka Markaðsstofuna, því með kortinu fær hún sterkari tilgang og eykur virði aðildarfyrirtækja að stofunni. Við erum að fjölga aðildarfyrirtækjum í Markaðsstofunni, sem býr til enn sterkara samfélag fyrirtækja í Hafnarfirði.“
Tæpum 15 milljónum af 34 milljón króna veltu Hafnarfjarðarkortsins hefur verið varið í vörur og þjónustu hafnfirskra fyrirtækja frá því…
Lífshlaupið, sem hefst 1. febrúar, er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess…
Uppsteypa á fyrsta nýja fjölbýlishúsinu sem rís við Hraun vestur er hafin. Þar rísa 106 íbúðir auk verslana.
Bæjarstjóri verður til taks og tilbúinn í spjall í kaffihorni Fjarðar á morgun milli kl. 11-13. Öll velkomin.
Hafnarfjarðarbær hefur stofnað bílastæðasjóð til að taka á stöðubrotum í bænum. Bærinn auglýsir eftir stöðuverði.
Krakkar í 6. bekkjum hafnfirskra skóla nutu listar fyrir alla í bæjarbíói í morgun. Þá steig hljómsveitin Brek, undir nafninu…
Gaflaraleikhúsið frumsýnir leikritið Ekki hugmynd í á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu a föstudagskvöld. Glæný lög og glænýtt leikrit.
Framkvæmdir eru að hefjast við Norðurbakkann. Vinna við þennan lokafrágang mun standa yfir fram í byrjun maí næstkomandi.
Sett verður upp listasmiðja í um 70 fermetra rými í Læk, sem athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda. Forstöðumaður Lækjar,…
624 sykurpúðar voru grillaðir í boði Bókasafnsins á varðeldi á Byggðasafnstorginu í aðdraganda jóla. Björn Pétursson bæjarminjavörður fer yfir hápunkta…