Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Síðastliðinn föstudag var nýtt húsnæði Hafrannsóknarstofnunar að Fornubúðum 5 opnað formlega með táknrænum hætti þar sem forseti Íslands, sjávarútvegsráðherra, ráðuneytisstjóri, forstjóri, starfsfólk stofnunarinnar og fleiri gestir kvöddu fyrri heimkynni Hafró og sigldu á rannsóknarskipunum, Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, í nýja heimahöfn í Hafnarfirði.
Við bjóðum starfsfólk og gesti Hafrannsóknarstofnunar velkomna til Hafnarfjarðar!
Hafrannsóknarstofnun (Hafró) er flutt til Hafnarfjarðar. Samningur um nýtt húsnæði var undirritaður í febrúar 2018 og fyrsta skóflustungan tekin í mars sama ár. Nú fyrir helgi var húsnæðið að Fornubúðum 5 opnað formlega með táknrænum hætti þar sem forseti Íslands, sjávarútvegsráðherra, ráðuneytisstjóri, forstjóri, starfsfólk stofnunarinnar og fleiri gestir kvöddu fyrri heimkynni Hafró að Skúlagötu 4 og sigldu á rannsóknarskipunum, Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, frá Faxagarði í nýja heimahöfn í Hafnarfirði.
Sólin tók á móti hópnum í Hafnarfirði
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, byggingaraðilar húsnæðis, hópur heimamanna og aðrir gestir tóku glaðbeitt á móti rannsóknarskipunum tveimur og gestum þeirra síðdegis síðastliðinn föstudag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, klippti á borða þegar komið var að bryggju við Fornubúðir 5. Í móttökuathöfn á bryggjunni stigu á svið með stutt erindi; sem einkenndust af sögu, tækni og vísindum og þeim tækifærum sem við blasa í nýju húsnæði á nýjum stað; forseti Íslands, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafró og Jón Rúnar Halldórsson hjá eignarhaldsfélaginu Fornubúðum ehf.
Sjá fleiri myndir á Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri býður hér Sigurð Guðjónsson forstjóra Hafrannsóknarstofnunar og allt hans fólk velkomið til Hafnarfjarðar. Færði honum blóm og gjöf frá bænum.
Við flutning Hafró til Hafnarfjarðar er öll starfsemi stofnunarinnar komin undir eitt þak í nýtt og umhverfisvænt húsnæði á nýjum stað og opnar hvorutveggja á mikla möguleika og tækifæri í frekari vexti og þróun. Þegar hafa komið upp hugmyndir um að koma þar á fót þekkingarsetri um hafið og heimskautin, auk þess sem sprota- og þekkingarfyrirtæki í sjávarútvegi hafa líst miklum áhuga að komast í nábýli við stofnunina með samstarf í huga.
Tækifæri í takt við tíðaranda
Fyrirséð er mikil og jákvæð uppbygging á Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði eins og rammaskipulag og þar með stefnumótandi framtíðarsýn um heildaryfirbragð hafnarsvæðisins sýnir. Síðustu mánuði og ár hefur áhugi á ýmis konar starfsemi og þjónustu á svæðinu vaxið til muna og hafa frumkvöðlar, listafólk og hönnuðir komið sér upp vinnustofum og aðstöðu hvoru tveggja við Fornubúðir og í skapandi umhverfi Íshúss Hafnarfjarðar. Fyrirséð er að þessi skapandi og áhugaverða uppbygging haldi áfram.
Sjá upplýsingasíðu um Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…