Hagnýt ráð til foreldra 0-3ja ára til að efla málþroska 

Fréttir

Fræðslufyrirlesturinn – Snúum þessu við – verður endursýndur á samfélagsmiðlum Hafnarfjarðarbæjar í vikunni. Upptakan inniheldur hagnýt ráð til foreldra 0-3ja ára barna til að efla málþroska og styrkja undirstöðuþætti læsis. Fyrirlesturinn var tekinn upp þegar hann var fluttur í beinu streymi í október 2022 og geta öll áhugasöm horft á upptökuna þegar tími gefst til. 

Lestur er lífsins leikur – hvatning til foreldra og forsjáraðila

Fræðslufyrirlesturinn – Snúum þessu við – verður endursýndur á samfélagsmiðlum Hafnarfjarðarbæjar í vikunni. Upptakan inniheldur hagnýt ráð til foreldra 0-3ja ára barna til að efla málþroska og styrkja undirstöðuþætti læsis. Fyrirlesturinn var tekinn upp þegar hann var fluttur í beinu streymi í október 2022 og geta öll áhugasöm horft á upptökuna þegar tími gefst til. Fyrirlesarar eru þær Bjartey Sigurðardóttir talmeinafræðingur og Hugrún Margrét deildarstjóri barna- og ungmennadeildar Bókasafns Hafnarfjarðar.  

Málþroski er mikilvægur fyrir allt nám 

Starfsfólk frá mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafni Hafnarfjarðar og heilsugæslunni í Hafnarfirði stendur að þessu mikilvæga verkefni og er markmiðið með fræðslufyrirlestrinum, sem ætlaður er foreldrum ungra barna, að auka vitund foreldra um mikilvægi málþroska fyrir allt nám. Mikil umræða hefur verið um það hin síðustu ár að málþroska og orðaforða íslenskra barna sé að hraka og að það hafi það síðar áhrif á lesskilning barna og námsforsendur. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með réttri örvun málþroska er hægt að styrkja undirstöðuþætti læsis og styðja við góðan námsárangur og betri líðan. Þar geta foreldrar gegnt mikilvægu hlutverki og er markmið með fyrirlestrinum að fræða foreldra og efla þá í að styrkja málþroska barna sinna með því að fá hagnýt ráð og verkfæri sem henta ungum börnum. Tengiliður við verkefnið og framkvæmdina er Bjartey Sigurðardóttir: bjarteys@hafnarfjordur.is 

Horfa á hagnýt ráð til foreldra og forsjáraðila   

 

Ábendingagátt