Hamarinn ungmennahús fær Grænfánavottun í annað sinn

Fréttir

Hamarinn ungmennahús hlaut í vikunni Grænfánavottun Landverndar í annað sinn. Hamarinn var fyrsta ungmennahús landsins til að hljóta þennan gæðastimpil í lok árs 2020. Í Hamrinum er starfandi umhverfisnefnd og eru umhverfismál leiðarljós í öllu þeirra starfi. Grænfánavottunin 2023 er viðurkenning á því starfi og markmiðum um hnattrænt réttlæti, lýðheilsu og vistheimt.

Hamarinn ungmennahús fær Grænfánavottun í annað sinn

Hamarinn ungmennahús hlaut í vikunni Grænfánavottun Landverndar í annað sinn. Hamarinn var fyrsta ungmennahús landsins til að hljóta þennan gæðastimpil í lok árs 2020. Allt frá því að ungmennahúsið sótti fyrst um grænfánavottun haustið 2019 hafa metnaðarfull umhverfisbætandi markmið kristallast í allri starfsemi hússins.

Hnattrænt réttlæti, lýðheilsa og vistheimt  

Í Hamrinum er starfandi umhverfisnefnd og eru umhverfismál leiðarljós í öllu þeirra starfi. Grænfánavottunin 2023 er viðurkenning á því starfi og markmiðum um hnattrænt réttlæti, lýðheilsu og vistheimt. Janúarmánuður í Hamrinum er alltaf tileinkaður umhverfismálum og kallast Grænúar í þeirra starfi. Alla föstudaga í Grænúar var boðið uppá vegan máltíð í hádeginu, að hætti Tedda, sem er formaður umhverfisnefndarinnar og ungu fólki kynnt vegan mataræði sem valkostur. Starf Hamarsins í þágu ungs flóttafólks þykir til fyrirmyndar að mati Landverndar og í anda hnattræns réttlætis. Einnig hefur verið samþykktur umhverfissáttmáli af stjórn Hamarsins og er hann öllum til sýnis, á veggjum Hamarsins.

Ungmennin sjálf eru drifkrafturinn í starfinu

Hamarinn er ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára í gömlu skattstofunni að Suðurgötu 14 og starfar eftir gildum jafnréttis, vináttu og vellíðunar auk þess sem virðing fyrir náttúru og umhverfi er undirliggjandi þáttur í allri starfseminni. Innri starfsemi byggir á þeim forsendum að ungmennin sjálf séu drifkraftur í starfinu og þannig endurspeglar starfsemi og verkefni hússins tíðaranda og áhuga ungmennanna sjálfra.

Hamarinn, Ungmennahús Hafnarfjarðar | Hafnarfjörður | Facebook

Hamarinn ungmennahús á Instagram: @hamarinn.hfj

Ábendingagátt