Hamingjudagar í Hafnarfirði haustið 2025 – ert þú með hugmynd?
Alþjóðlegi hamningjudagurinn er í dag. Á Alþjóðlegum degi hamingjunnar 2025 er tilvalið að opna fyrir hugmyndir að viðburðum og verkefnum sem eru til þess fallin að auðga andann og vellíðan Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar. Áhugasamir eru hvattir til að deila hugmyndum sínu og rata þær í hugmyndapott Hamingjudaga Hafnarfjarðar sem haldnir verða haustið 2025.
Hamingjan er hér!
Alþjóðlegi hamningjudagurinn er í dag. Á Alþjóðlegum degi hamingjunnar 2025 er tilvalið að opna fyrir hugmyndir að viðburðum og verkefnum sem eru til þess fallin að auðga andann og vellíðan Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar. Áhugasamir eru hvattir til að deila hugmyndum sínu og rata þær í hugmyndapott Hamingjudaga Hafnarfjarðar sem haldnir verða haustið 2025.
Jákvæðni og orka á Hamingjudögunum í Hafnarfirði
Hamingjudagar voru haldnir í Hafnarfirði í fyrsta skipti haustið 2023 og var tilefnið Íþróttavika Evrópu sem haldin er ár hvert dagana 23. – 30. september. Hugmyndin um sérstaka Hamingjudaga í Hafnarfirði kviknaði hjá stýrihópi heilsubæjarins Hafnarfjarðar m.a. út frá ákveðnum vísbendingum um að hamingjustuðull landsmanna fari dvínandi. Heilsusamlegur lífsstíll og jákvætt viðhorf stuðlar að betri andlegri og líkamlegri líðan og eykur hamingju fólks. Ákveðið var að leggja upp með fjölbreytta dagskrá á þessum fyrstu Hamingjudögum og láta fræðslu, hvatningu, jákvæðni, orku, upplifun og umfram allt hamingju ráða þar för. Aðsókn í viðburðina sló öll met og því var aftur blásið til Hamingjudagann haustið 2024. Vilji er fyrir því að halda hamingju-vegferðinni áfram, sem greinilega fellur vel í kramið hjá Hafnfirðingum og vinum Hafnarfjarðar.
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er 20. mars
Alþjóðlegi hamingjudagurinn er 20. mars ár hvcert. Dagurinn var fyrst haldinn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna árið 2013 með það að markmiði að vekja athygli á hamingju og vellíðan sem mikilvægu markmiði fyrir einstaklinga og stjórnvöld um heim allan. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt aðildarríki til að útfæra hvernig leggja megi aukna áherslu á hamingju og vellíðan í opinberri stefnumótun og nálgast efnahagsvöxt með þeim hætti að hann stuðli að sjálfbærri þróun, vinni gegn fátækt og auki vellíðan allra íbúa. Nánari upplýsingar um alþjóðlega hamingjudaginn má finna á www.dayofhappiness.net
Ert þú með hugmynd fyrir Hamingjudaga Hafnarfjarðar 2025?
Við tökum ekki bara fagnandi á móti öllum ábendingum í gegnum ábendingagáttina okkar heldur líka á móti öllum hugmyndum um verkefni og mögulegt samstarf á fjölbreyttu sviði. Við hvetjum öll áhugasöm til að deila hugmyndum fullum af hamingju á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is. Mögulega verður hún að veruleika í einhverju formi á Hamingjudögum haustið 2025.