Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar úthlutaði í gær sex lóðum í fyrsta áfanga uppbyggingar í Hamranesi, 25 hektara svæði við uppland Hafnarfjarðar. Sóttist einn byggingaraðili eftir öllum sex lóðunum en fjórir aðilar hlutu úthlutun að þessu sinni. Um er að ræða úthlutun þriggja lóða til Byggingarfélags Gylfa og Gunnars og stakra lóða til Fjarðarmóta ehf., Valhúsa ehf. og Drauma ehf. Þar með er úthlutun allra reita og lóða í fyrsta og öðrum áfanga lokið.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar úthlutaði í gær sex lóðum fyrir 148 íbúðir í fyrsta áfanga uppbyggingar í Hamranesi, 25 hektara svæði við uppland Hafnarfjarðar. Sóttist einn byggingaraðili eftir öllum sex lóðunum en fjórir aðilar hlutu úthlutun að þessu sinni. Um er að ræða úthlutun þriggja lóða til Byggingarfélags Gylfa og Gunnars og stakra lóða til Fjarðarmóta ehf., Valhúsa ehf. og Drauma ehf. Þar með er úthlutun allra reita og lóða í fyrsta og öðrum áfanga lokið.
„Við þessa úthlutun eru farnar nýjar leiðir í skipulagsvinnu á svæðinu sem miða að því að fá öfluga aðila með bæjarfélaginu í allt ferlið, frá skipulagsvinnu til framkvæmda. Markmiðið er að mæta enn betur þörfum markaðarins og jafnframt að lágmarka þann tíma sem fer í endurskipulagningu og skipulagsbreytingar eftir að uppbygging er farin af stað. Ekki ber á öðru en að þessi hugmyndafræði falli í góðan jarðveg og er eftirspurn eftir lóðum mikil þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður á markaði. Það er því greinilegt að hönnuðir og byggingaraðilar sjá möguleikana á svæðinu, auk þess sem uppbygging og kaup á lóðum í Skarðshlíð bera vott um vilja íbúa til að byggja sér framtíðarheimili við uppland Hafnarfjarðar,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Byggð í Skarðshlíðarhverfi, sem liggur við Hamranesið, rís hratt þessa dagana. Þegar er komin tveggja ára reynsla á rekstur grunnskóla í hverfinu og leikskóli var opnaður fyrir einu ári síðan. Gert er ráð fyrir að íþróttahús og útibú tónlistarskóla verið afhent í sumar.
Hamranesið mun telja um 1500 íbúðir – þétt byggð með hagkvæmu húsnæði
Uppbygging í Hamranesinu skiptist í þrjá áfanga og mun svæðið í heild telja um 1500 íbúðir. Þegar hefur úthlutun átt sér stað og lóðarvilyrði verið veitt fyrir öllum reitum og lóðum í fyrstu tveimur áföngum uppbyggingar. Á fundi sínum 29. apríl sl. samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrirliggjandi tillögu um úthlutun þriggja reita í öðrum áfanga til Lifandi samfélags fyrir 70 íbúðir, Arkþings – Þingvangs fyrir 70 íbúðir og Skipan fyrir 100 íbúðir. Eftir stendur því einungis þriðji áfangi uppbyggingar á svæðinu og er hugmynda- og grunnskipulagsvinna fyrir lokaáfangann þegar komin vel á veg. Engin byggð er á svæðinu í dag en þar mun rísa þétt byggð með hagkvæmu húsnæði sem lagar sig að landslaginu. „Hér er um að ræða eitt mest spennandi byggingarsvæði höfuðborgarsvæðisins og greinilegt að verktakar og væntanlegir framtíðaríbúar eru að átta sig á kostum þess og möguleikum. Ásvallabraut og nýtt leiðarnet Strætó sem fer í kynningu á næstu dögum munu auka eftirspurnina enn frekar,“ segir Rósa. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðir í Hamraneshverfi fari í sölu innan tveggja ára.
Mynd: Hér má sjá fyrsta áfanga uppbyggingar í Hamranesi neðst á mynd og hvernig nýtt hverfi liggur við Skarðshlíðarhverfi / Onno ehf
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…