Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar á alþjóðlegum degi kennara þann 5. október síðastliðinn. Verðlaunin hafa það að markmiði að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum. Harpa Rut Svansdóttir, leikskólakennari í leikskólanum Smáralundi í Hafnarfirði, er ein þeirra sem hlaut tilnefningu í ár fyrir framúrskarandi tónlistarkennslu með ungum börnum.
Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum; fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennara, framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Þá verða að auki veitt hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum sem þykja skara fram úr.
Harpa Rut er tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna 2023 fyrir framúrskarandi tónlistarkennslu með ungum börnum. Harpa Rut lauk B.Ed.-prófi í leikskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands 1999. Áður hafði hún lagt stund á nám í píanóleik og tónfræði við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Harpa sér um tónlistarkennslu í Smáralundi og hefur gert í mörg ár með sérstaklega góðum árangri. Auk tónlistartíma eru vikulegar söngstundir þar sem börnin sýna líka atriði sem þau eru búin að æfa í tónlistartímunum. Harpa sér einnig um svokallaða TónMáls kennslu en það er námsefni í tónlist og málörvun fyrir þriggja til fjögurra ára gömul börn. Byggt er á því að góð málhljóðagreining sé undirstaða lestrarfærni og ung börn séu móttækileg fyrir þjálfun í gegnum tónlist. Harpa stýrir einnig tónlistarvikum, en þá búa börnin til hljóðfæri og unnið er sérstaklega með ýmis konar tónlistariðkun sem lýkur svo með tónlistarhátíð á sal. Harpa Rut hefur lagt mikla áherslu á að fá aðra kennara í lið með sér og hefur þjálfað annað starfsfólk í því skyni.
„Harpa er mikill fagmaður og sinnir vinnu sinni af miklum áhuga og alúð. Hún er frábær í að nýta mannauðinn … allt starfsfólkið og foreldrar horfa á vinnu hennar með mikilli aðdáun, öll börnin elska hana og allir spyrja á hverjum degi hvort þau séu ekki að fara í tónlist í dag … Harpa hefur mikinn metnað og er styðjandi og hvetjandi við allt starfsfólk skólans. Hún er alltaf að leita að nýjum og skemmtilegum hugmyndum til að þróa tónlistarkennsluna. Allt kennsluefni er kennt í gegnum leik og er allt kennsluefnið í gamalli töfratösku sem er mjög spennandi og dularfull. Eftir að við byrjuðum með þetta námsefni höfum við séð miklar framfarir hjá börnunum og eins sjáum við strax ef börn ná ekki færninni og getum þá brugðist fljótt við. Við í Smáralundi erum virkilega heppin að hafa Hörpu í okkar liði“
Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki, til skóla eða annarrar menntastofnunar, sem stuðlað hefur að menntaumbótum er þykja skara fram úr. Þessar menntastofnanir eru tilnefndir:
Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki til kennara sem stuðlað hefur að menntaumbótum sem þykja skara fram úr. Tilnefndir eru þessir kennarar:
Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni eru veitt verkefnum sem standast ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til að efla menntun í landinu. Eftirfarandi verkefni eru tilnefnd:
Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun
Ein verðlaun veitt kennara, námsefnishöfundi, skóla- eða menntastofnun fyrir framúrskarandi starf, verk eða framlag til iðn- eða verkmenntunar. Tilnefningar fá:
Tilkynning á vef Samtaka áhugafólks um skólaþróun
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.