Hátíð HEIMA í Hafnarfirði í dag síðasta vetrardag

Fréttir

Hátíðin hefst kl. 16 í dag, síðasta vetrardag, með útnefningu á Bæjarlistamanni Hafnarfjarðar 2023 í Hafnarborg. Fjörður Verslunarmiðstöð kynnir sjö ný fyrirtæki og verður með opið til kl. 19 þar sem verslanir bjóða upp á léttar veitingar og skemmtileg sumartilboð. Hátíðinni lýkur svo með einstakri HEIMA tónlistarhátíð – þar sem landslið tónlistarmanna kemur fram. Hátíðinni lýkur með sing-along eftirpartýi með Guðrúnu Árnýju í Bæjarbíó.

Gleðilega HEIMA-hátíð í hjarta Hafnarfjarðar

Hátíðin hefst kl. 16 í dag, síðasta vetrardag, með útnefningu á Bæjarlistamanni Hafnarfjarðar 2023 í Hafnarborg. Fjörður Verslunarmiðstöð kynnir sjö ný fyrirtæki og verður með opið til kl. 19 þar sem verslanir bjóða upp á léttar veitingar og skemmtileg sumartilboð. Hátíðinni lýkur svo með einstakri HEIMA tónlistarhátíð – þar sem landslið tónlistarmanna kemur fram. Hátíðinni lýkur með sing-along eftirpartýi með Guðrúnu Árnýju í Bæjarbíó.

Útnefning á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar 2023

Sannkölluð menningarhátíð verður í Hafnarborg í dag. Tilkynnt verður hvaða Hafnfirðingur hlýtur nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2023 og menningarstyrkir og styrkir úr húsverndarsjóði verða afhentir. Tónlistarmenn úr hópi styrkhafa flytja tónlist við athöfnina. Athöfnin er öllum opin og hefst kl. 16 í aðalsal Hafnarborgar. Viðtakendur menningarstyrkja eru einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkjum menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar er úthlutað tvisvar á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar menningarlíf bæjarins. Styrkur úr húsverndarsjóði eru til viðhalds og endurbóta eldri húsa í bænum.

Menningarhátíð – útnefning bæjarlistamanns og afhending styrkja | Facebook

Lengri opnunartími og opnunarhátíð í Firði

Fjörður Verslunarmiðstöð kynnir sjö ný fyrirtæki og verður með opið til kl. 19 þar sem verslanir bjóða upp á léttar veitingar og skemmtileg sumartilboð.

Bæjarhátíð í hjarta Hafnarfjarðar 19 apríl – síðasta vetrardag | Facebook

HEIMA tónlistarhátíð í hjarta Hafnarfjarðar frá kl. 19:30

HEIMA er tónlistarhátíð sem býður uppá nánd flytjenda og gesta sem og fjölbreytta tónlist fyrir allskonar fólk á öllum aldri. HEIMA er nú haldin í áttunda sinn, síðasta vetrardag 19. apríl í Hafnarfirði, eins og allar götur síðan 2014 þar sem 13 listamenn spila í jafn mörgum heimahúsum í hjarta Hafnarfjarðar. HEIMA-hátíðin hefur rækilega fest sig í sessi sem skemmtileg og einstök tónlistarhátíð heima hjá Hafnfirðingum þar sem boðið er upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir og listamenn eiga almennt að venjast. Fríkirkjan í Hafnarfirði verður eitt af HEIMA – húsum eins og undanfarin ár og hátíðin nýtir einnig sviðið í Bæjarbíói sem endurspeglar fjölbreytileika hátíðarinnar – allskonar hús og allskonar tónlist. Setning hátíðar verður kl. 19:30 í dag í Fríkirkjunni og hefjast tónleikar í heimahúsum kl. 20 og standa til 23. Hátíðinni lýkur með sing-along eftirpartýi með Guðrúnu Árnýju í Bæjarbíó frá kl. 23.

HEIMA tónlistarhátíð | Facebook

Hlökkum til að sjá ykkur HEIMA í Hafnarfiði í dag!

Ábendingagátt