Hátíðin Heimar og himingeimar hefst í dag

Fréttir

Búist er við fjölda gesta á búninga- og leikjasamkomunni Heimar og Himingeimar í Hafnarfirði um helgina. Hátíðin hefst kl. 17.

 

Hátíð sem opnar nýja veröld fyrir þátttakendum

„Íslendingar verða að átta sig á því að það er ekkert asnalegt ef það er gaman,“ segir Unnur Helga Möller,  verkefnastjóri viðburða hjá Bókasafni Hafnarfjarðar. Hún er stórhuga og býst við hundruð gesta í ævintýraheim búninga- og leikjasamkomunnar Heima og himingeima. Hátíðin er haldin á Bókasafni Hafnarfjarðar og hefst í dag kl. 17, 30. ágúst til 1. september.

Allir jafnir í Heimum og himingeimum

„Þessi samkoma opnar búninga- og leikjasamkomuheiminn fyrir þeim sem hafa ekki tekið þátt áður. Það eru allir velkomnir hvort sem þeir kaupa búninginn á öskudaginn í Hagkaup eða eru í 700 þúsund króna sérhæfðum galla sem eru tilbúnir í kvikmyndatökur. Það eru allir jafnir, því þetta snýst um að hafa gaman,“ segir hún. „Lífið er leiksvið, fötin skapa manninn, og maðurinn er aldrei of gamall til að leika sér.“

Finna má allt frá kvikmyndabúningum til Larp-fantasíuklæðnaðs og sögulegar endursköpunar á hátíðinni Heimar og himingeimar. Þar verður japanskt cosplay, leikmunagerð, buffer-vopn, sögulegar skylmingar og einnig geislaverðaskylminga.

Margar smiðjur í boði

„Lærðu að gera brynjur, búa til sverð, búa til búning á 5 mínútum – eða sjá fólk sem eyðir árum í búninginn sinn. Áttu búning? Vertu í honum! Skráðu þig í smiðju! Taktu af þér myndir! Það eina sem skiptir máli er að vera með,“ segir Unnur.

Hér má finna dagskrána.

Heimar og himingeimar á Bókasafni Hafnarfjarðar:

  • Föstudag 30.08.24 kl. 17:00-20:00
  • Laugardag 31.08.24 kl. 11:00-20:00
  • Sunnudag 01.09.24 kl. 11:00-14:00
Ábendingagátt