Hátt í 80 ummerki afmáð á Helgafelli

Fréttir

Landverðir hjá Umhverfisstofnun og sjálfboðaliðar úr hópi Veraldarvina, sem staðsettir eru á Íslandi þessa dagana, héldu á Helgafellið í morgun til að afmá fangamörk, merki og nöfn sem rist hafa verið í móbergið á fjallinu síðustu vikur og mánuði.

Landverðir hjá Umhverfisstofnun og sjálfboðaliðar úr hópi Veraldarvina, sem staðsettir eru á Íslandi þessa dagana, héldu á Helgafellið í morgun til að afmá fangamörk, merki og nöfn sem rist hafa verið í móbergið á fjallinu síðustu vikur og mánuði. Helgafellið er ein af vinsælustu gönguleiðunum á höfuðborgarsvæðinu, staðsett í bakgarði Hafnarfjarðar og hefur, líkt og of mörg önnur fjöll, fengið sinn skammt af miður skemmtilegu kroti og skemmdarverkum.  Á góðum degi ganga hundruðir Íslendinga sem gesta erlendis frá á fjallið og hefur Helgafellið reynst leið margra að betri heilsu. 

Hópurinn var vel búinn og með vírbursta og handaflið að vopni þá reyndist tiltölulega auðvelt að afmá ummerkin sem sum hver voru orðin nokkuð gömul.  Hátt í 80 ummerki um skemmdarverk voru afmáð í um fimm klukkustunda ferð hópsins á Helgafell.  Tímabært þótti að ráðast í þessa aðgerð að afmá krotið sem var orðið of mikið og dreift um allt fjallið. 

Ábendingagátt