Haukar sækja jólatréð eftir jólin ef þú kýst

Tilkynningar

Körfuknattleiksdeild Hauka býður Hafnfirðingum að sækja jólatréð heima að dyrum eftir jólin og láta endurvinna það um leið. Þið sem það kjósið þurfið að skrá ykkur fyrir 4. janúar.

Jólatréð sótt og málið leyst

Körfuknattleiksdeild Hauka býður Hafnfirðingum að sækja jólatréð heima að dyrum eftir jólin og láta endurvinna það um leið.

Til að skrá sig þarf að panta þjónustuna og greiða 3.000 krónur á korfubolti.is fyrir miðnætti laugardaginn 4. janúar. Þú setur svo jólatréð út á lóðarmörk / út í garð um kl. 14 þann 5. janúar og Haukar sækja það seinna sama dag.

Nánari upplýsingar gefur Stefán í síma 697-3960.

Ábendingagátt