Haukasvæði – Ásvellir 1

Fréttir

Deiliskipulagsbreyting

Á fundi bæjarstjórnar þann 18.sept. 2019 var samþykkt að auglýsa breytingar á deiliskipulagi Haukasvæðis við Ásvelli 1 í Hafnarfirði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingunni felst að: skilgreind er ný lóð undir íbúðabyggð vestan megin við íþróttamiðstöð. Gert er ráð fyrir 100 – 110 íbúðum eða um 10.000m² byggingarmagni á lóðinni. Hæð húsa verði 2 – 5 hæðir. Bílakjallari verði undir byggingunum fyrir 90 bílastæði og ofanjarðar verður gert ráð fyrir 60 bílastæðum.

Fjölnota knatthús sem fyrirhugað var að byggja sunnan við gervigrasvöll verður nú staðsett nyrst á lóðinni. Hæð þess verður 25m yfir miðju vallar en 12m í hliðum. Grunnflötur byggingarreits er 13.050m² og verður stærð húss 9.900m² nettó. Samtengt knatthúsinu verður 900m² þjónustubygging innan sama byggingarreits. Mænishæð þjónustubyggingar verður 5m. Gert er ráð fyrir um 230 nýjum bílastæðum vestan og norðan megin við knatthús. Að öðru leiti gilda eldri skilmálar deiliskipulagsins.

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2, frá 11.11- 23.12.2019. einnig er hægt að skoða tillögurnar hér fyrir neðan:

Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og skipulagssviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 23. desember 2019.

Ábendingagátt