Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
„Þátttaka í skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi er verndandi þáttur í lífi barna og ungmenna,“ segir fagstjóri forvarna- og frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ. 16-24 ára geta á Ungmennaþingi haft áhrif á þetta starf.
„Haustið er tíminn til að tengjast. Þetta er tíminn þar sem við hittum félagana eftir langt sumarfrí og tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það er einmitt svo mikilvægt að vera í sambandi við hvert annað og halda góðum tengslum. Já, plögga sig aftur í samband,“ segir Stella B. Kristinsdóttir fagstjóri forvarna- og frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ, í aðsendri grein í Hafnfirskri æsku, blaði Fjarðarfrétta sem kom út fyrr í mánuðinum.
„Þátttaka í skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi er verndandi þáttur í lífi barna og ungmenna. Það á við um íþróttastarf, félagsstarf í æskulýðsfélögum, tónlistarnám eða þátttöku í starfi félagsmiðstöðva. Mig langar að minna á valkostinn að njóta frítímans í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi,“ segir hún en nú á morgun, þriðjudaginn 24. september kl. 17 verður haldið Ungmennaþing um þjónustu tveggja nýrra ungmennahúsa hér í Hafnarfirði.
„Við erum svo heppinn að við höfum félagsmiðstöðvar í okkar nærsamfélagi! Hlutverk þeirra er að bjóða börnum og unglingum á aldrinum 10-16 ára upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Í starfi félagsmiðstöðva leggur starfsfólk ríka áherslu á að skapa einstaka menningu og öruggt umhverfi með börnum og ungmennum. Þátttaka í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa með fagfólki hefur mikilvægt forvarnargildi og eykur líkur á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun,“ segir hún í greininni.
„Þar er boðið upp á afþreyingaraðstöðu og samveru jafnaldra í bland við viðburði, stóra sem smáa. Áhersla er lögð á að virkja börn og ungmenni til þátttöku í starfinu og er dagskrá fjölbreytt og unnin með ungmennum. Félagsmiðstöðvar sinna einnig vettvangsstarfi bæði í sínu nærumhverfi og svo sameiginlega í starfi Götuvitans sem er flakkandi félagsmiðstöð,“ segir hún og bendir á að Götuvitinn sinni vettvangsstarfi eftir lögbundinn útivistartíma í samstarfi við foreldrafélög en er einnig kominn í samstarf við önnur sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu.
„Öll eru velkomin í félagsmiðstöðina og hvet ég aðstandendur til að kanna dagskrána í félagsmiðstöðinni með barninu, kíkja með þeim þangað eða hvetja þau til nýta sér hana til að hittast og hangsa. Félagsmiðstöðvar eru opnar í öllum skólum mánudaga, miðvikudaga og föstudaga seinni part dags og fram á kvöld, einnig er HHH hinsegin félagsmiðstöðin opin á fimmtudögum og Músík og mótor alla virka daga 17-22.“
Frekar upplýsingar um félagsmiðstöðvar í Hafnarfirði er að finna á vef Hafnarfjarðarbæjar. Við hvetjum alla forráðamenn og foreldra að benda börnum sínum á ungmennaþingið í Flensborgarskóla kl. 17 á morgun, þriðjudaginn 24. september.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…