Haustsópun 2022 stendur yfir

Fréttir

Haustið í Hafnarfirði hefur verið einstaklega fallegt og veður nokkuð mild. Hausthreinsun og sópun hefur staðið yfir síðustu daga og mun halda áfram út næstu viku.

Haustið í Hafnarfirði hefur verið einstaklega fallegt og veður nokkuð mild. Hausthreinsun og sópun hefur staðið yfir síðustu daga og mun halda áfram út næstu viku. Í haustsópun er farið yfir allar götur bæjarins, þær sópaðar og heiðarleg tilraun gerð til að ná upp laufmassanum sem fallið hefur síðustu daga og vikur ásamt almennri sópun á götum.

Fyrst eru úthverfi bæjarins sópuð – svo miðbærinn

Haustsópun í Hafnarfirði er skipt í fjórtán hverfi. Úthverfi Hafnarfjarðar eru sópuð fyrst og endað í miðbæ Hafnarfjarðar. Miðbærinn mun verða sópaður vikulega á sunnudagsmorgnum fram að vetri.

Ábendingagátt