Haustsópun í Hafnarfirði

Fréttir

Haustsópun í Hafnarfirði hefst á mánudaginn en þá er farið yfir allar götur bæjarins, þær sópaðar og reynt að ná sem stærstum hluta af laufmassanum sem hefur fallið síðustu daga og vikur. Haustsópuninni er skipt í fjórtán hverfi og er eitt hverfi sópað á degi hverjum. 

Haustið er búið að vera fallegt hér í Hafnarfirðinum og litirnir í náttúrunni kostulegir. Nú eru lauf farin að falla af trjám og haustsópun því við það að hefjast hjá bænum. Í  haustsópun er farið yfir allar götur bæjarins, þær sópaðar og reynt að ná sem stærstum hluta af laufmassanum sem hefur fallið síðustu daga og vikur. 

Haustsópun í Hafnarfirði er skipt í fjórtán hverfi og er eitt hverfi sópað á degi hverjum. Fyrsta hverfið verður tekið mánudaginn 24.okt. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hverfaskiptingu og vinnuröðun.

HaustsopunFyrirkomulag

Ábendingagátt