Haustsýning Hafnarborgar 2017

Fréttir

Nú hefur farið fram lokaval á tillögum að haustsýningu í Hafnarborg fyrir árið 2017 en það var tillaga Jóhannes Dagssonar, heimspekings og lektors við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, sem varð fyrir valinu. Sýningartillagan sem ber vinnutitilinn Málverk – eitthvað annað en miðill. 

Nú hefur farið fram lokaval á tillögum að haustsýningu í Hafnarborg fyrir árið 2017 en það var tillaga Jóhannes Dagssonar, heimspekings og lektors við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, sem varð fyrir valinu. Sýningartillagan sem ber vinnutitilinn Málverk – eitthvað annað en miðill fjallar um málverkið sem  nálgun við myndræna framsetningu, burt séð frá miðli verksins og er markmið sýningarinnar að veita innsýn inní þessa þróun málverksins og nýju stöðu þess.

Jóhannes Dagsson starfar sem lektor í fræðigreinum við myndlistardeild Listaháskóla Íslands en hann hefur áður starfað sem aðjúnkt við deildina frá árinu 2013. Samhliða vinnu sinni við Listaháskóla Íslands hefur Jóhannes starfað fyrir Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að verkefninu NERRI og verið ritstjóri Hugar, tímarits um heimspeki.  Jóhannes starfaði sem aðstoðarkennari við heimspekideild Háskólans í Calgary, Kanada og Háskóla Íslands á árunum 2008-2011. Einnig hefur Jóhannes skrifað fjölda sýningartexta og haldið erindi um málefni tengt heimspeki listarinnar, málspeki og hugspeki. Jóhannes lauk doktorsnámi í heimspeki (PhD) frá Háskólanum í Calgary, Kanada 2012. Áður hafði hann lagt stund á heimspeki og bókmenntir við Háskóla Íslands þar sem hann lauk meistaranámi í heimspeki 2009. Jóhannes er menntaður í myndlist frá Edinbourgh College of Art og hefur tekið þátt í sýningum hér heima og erlendis.

Síðastliðið haust kynnti Hafnarborg í sjöunda sinn, verkefni sem hafði það að markmiði að gefa sýningarstjórum kost á að senda inn tillögu að haustsýningu í Hafnarborg 2016. Höfundar tillaganna sem bárust eiga að baki ólíkan náms og starfsferil sem tengist myndlist og menningartengdum verkefnum. Það er Listráð Hafnarborgar ásamt forstöðumanni sem fer yfir umsóknir og velur vinningstillöguna ár hvert.

Ábendingagátt