Haustúthlutun menningarstyrkja 2024

Fréttir

Níu verkefni hlutu styrk í seinni úthlutun menningarstyrkja Hafnarfjarðarbæjar árið 2024. Afhending styrkja fór fram í hinu sögufræga húsi Bungalow þann 9. október síðastliðinn. Heildarupphæð styrkja í þessari seinni úthlutun var kr. 1.200.000.- Samtals hefur verið úthlutað 15.500.000.- kr. í styrki til menningarmála á árinu.

Úthlutun til menningarmála á árinu nemur kr. 15.500.000.-

Níu verkefni hlutu styrk í seinni úthlutun menningarstyrkja Hafnarfjarðarbæjar árið 2024. Afhending styrkja fór fram í hinu sögufræga húsi Bungalow þann 9. október síðastliðinn. Heildarupphæð styrkja í þessari seinni úthlutun var kr. 1.200.000.- Samtals hefur verið úthlutað 15.500.000.- kr. í styrki til menningarmála á árinu.

Verkefni sem eru líkleg til að auðga og dýpka listalíf bæjarins

Hafnarfjarðarbær hefur nú lokið úthlutun menningarstyrkja fyrir árið 2024. Níu verkefni hlutu styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins. Úthlutun styrkja Hafnarfjarðarbæjar byggir á mati á umsóknum. Menningarviðburðir, listamenn, félagasamtök eða stofnanir sem sækja um styrk verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur t.a.m. föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar.

Þessi fengu styrk í haustúthlutun menningarstyrkja 2024:

  • Hallbjörg Helga Guðnadóttir, Við lága klettaströnd, 50.000 kr.
  • Anthony Vincent Bacigalupo, The Haunted Garden 2024, 100.000 kr.
  • Ármann Helgason, Mozart við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju, 100.000 kr.
  • Elvar Gunnarsson, 100 sýningaviðburðir & fimm ára afmæli – LG // Litla Gallerý, 100.000 kr.
  • Sigmar Ingi Sigurgeirsson, Vetrarhátíð HHH (Hinsegin hittinga í Hafnarfirði), 100.000 kr.
  • Kvennakór Hafnarfjarðar, 30 ára afmæli Kvennakórs Hafnarfjarðar, 200.000 kr.
  • Sveinn Guðmundsson, Ægileg tónlist!, 200.000 kr.
  • Edda Lilja Guðmundsdóttir, Garnival, 200.000 kr.
  • Kristín Ýr Jónsdóttir, Fagrir tónar í Firðinum, 150.000 kr.

Samtals: 1.200.000 kr.

Hafnarfjarðarbær óskar styrkhöfum öllum innilega til hamingju!

Yfirlit yfir styrki Hafnarfjarðarbæjar 

Ábendingagátt