Útskriftarhópur á Hlíðarenda býr til Blómabæinn

Fréttir

Til fjölda ára hefur útskriftarhópur nemenda í leikskólanum Hlíðarenda heimsótt bæjarstjóra í Ráðhús Hafnarfjarðar í spjall og með spurningar um lífið og tilveruna í bænum sínum. Heimsóknin er hluti af bæjarferð hópsins og í framhaldi heimsóknar fær bæjarstjóri heimboð í leikskólann þar sem hópurinn hefur sett upp þemasýningu um bæinn sinn, helstu staði og sérkenni. Þessar samverustundir hafa verið uppspretta alls konar hugmynda um nærumhverfið, það sem vel er gert og það sem betur mætti fara.

Helstu staðirnir í Hafnarfirði endurspeglast í útskriftarsýningu – með þeirra augum

Til fjölda ára hefur útskriftarhópur nemenda í leikskólanum Hlíðarenda heimsótt bæjarstjóra í Ráðhús Hafnarfjarðar í spjall og með spurningar um lífið og tilveruna í bænum sínum. Heimsóknin er hluti af bæjarferð hópsins og í framhaldi heimsóknar fær bæjarstjóri heimboð í leikskólann þar sem hópurinn hefur sett upp þemasýningu um bæinn sinn, helstu staði og sérkenni. Nú í ár í nafni Blómabæjarins. Þessar samverustundir hafa verið uppspretta alls konar hugmynda um nærumhverfið, það sem vel er gert og það sem betur mætti fara.

HlidarendiUtskriftMai2022Útskriftarhópur frá leikskólanum Hlíðarenda heimsótti Rósu bæjarstjóra í Ráðhús Hafnarfjarðar. 

IMG_4326Rósa bæjarstjóri heimsótti Blómabæinn og úskriftarhópinn á Hlíðarenda í kjölfar heimsóknar þeirra í Ráðhúsið.  

Mikill spenningur fyrir komandi sumri – nærumhverfið og leikskólalóðin 

Í ár var hópurinn ótrúlega spenntur fyrir komandi sumri og ævintýrum þess og ljóst að útlöndin kalla hjá mörgum fjölskyldum þetta sumarið eftir nokkra bið. Nærumhverfið og leikskólalóðin er hópnum afar hugleikin og þá sérstaklega ærslabelgurinn þar sem þeim finnst umgengnin mega vera mikið betri. Kalla þar eftir fleiri ruslatunnum, skilti með reglum um umgengni og bekkjum og borðum fyrir foreldrana sem vilja fylgja þeim á svæðið og vera með þeim. Falleg beiðni barst frá hópnum um að laga útistofu og aðstöðu í Tröllaskógi sem er mikið nýtt af leikskólabörnunum og eins var mikill spenningur fyrir því að fá bát eða bíl í garðinn til viðbótar við þau leiktæki sem þar eru fyrir. Öllum ábendingunum hópsins hefur þegar verið komið á framfæri.  

IMG_4318

Árleg en samt einstök útskriftarsýning

Í beinu framhaldi af heimsókn barnanna til bæjarstjóra þá heimsækir bæjarstjóri börnin í leikskólann og fær þar að sjá og upplifa útskriftarsýningu ársins sem alltaf er eins en samt einstök enda hugsuð og hönnuð með útskriftarhópnum hverju sinni. Til rúmlega 20 ára hefur verið haldið í þá hefð að útskriftarhópur leikskólans setji upp sýningu sem endurspeglar og sýnir þær byggingar sem krakkarnir sjálfir ákveða að taka fyrir hverju sinni m.a. á vettvangsferðum sínum um bæinn.  Börnin koma öll með tillögur að nafni á bæinn sinn og í ár voru nöfnin Blómabær, Kirsuberjabær og Tröllubær vinsælust. Fram fór alvöru kosning um nafn þar sem 20 börn voru á kjörskrá. Nafnið Blómabær fékk flest atkvæði. Þessar gagnkvæmu heimsóknir eru alltaf jafn skemmtilegar og börnin mjög áhugasöm um verkefni og störf bæjarstjóra. 

Ábendingagátt