Hefjum störf – nýtt atvinnuátak stjórnvalda

Fréttir

Með nýju atvinnuátaki stjórnvalda „Hefjum störf“ er stefnt að því að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf. Atvinnuátakið er unnið í samvinnu atvinnulífsins, opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Ráðgert er að verja um 4,5 til 5 millj­örðum króna í átakið. Hafnarfjarðarbær vinnur að því þessa

 

Með nýju atvinnuátaki stjórnvalda „Hefjum störf“ er stefnt að því að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf. Atvinnuátakið er unnið í samvinnu atvinnulífsins, opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Ráðgert er að verja um 4,5 til 5 millj­örðum króna í átakið. Hafnarfjarðarbær mun taka virkan þátt í þessu verkefni.

Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins 

Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki 

Átakið á að gera litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um auðveld­ara að ráða starfs­menn og búa sig þannig und­ir bjart­ari framtíð. Fyr­ir­tæki sem hafa færri en 70 starfs­menn geta ráðið atvinnuleit­end­ur sem hafa verið án at­vinnu í 12 mánuði eða leng­ur með ríf­leg­um stuðningi. Hverj­um nýj­um starfs­manni mun fylgja allt að 472 þúsund króna stuðning­ur á mánuði, auk 11,5% fram­lags í líf­eyr­is­sjóð í allt að sex mánuði. Fyr­ir­tæki geta ráðið eins marga starfs­menn og það þarf þangað til að heild­ar­fjöldi starfs­manna hef­ur náð 70. Ráðning­ar­tíma­bilið er sex mánuðir, frá apríl til des­em­ber.

Fyrir stærri fyrirtæki  

Þá geta fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum nýtt sér ráðningarstyrki sem auðvelda atvinnurekendum að ráða starfsfólk og fjölga atvinnutækifærum þeirra sem eru án atvinnu. Með ráðningarstyrk getur atvinnurekandi fengið fullar grunnatvinnuleysisbætur með hverjum atvinnuleitanda sem hefur verið án vinnu í 30 daga eða lengur í allt að sex mánuði með hverjum nýjum starfsmanni, eða 307.430 krónur á mánuði, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð. Ekkert þak er á fjölda starfsmanna sem fyrirtæki geta ráðið með þessu úrræði.

Fyr­ir sveit­ar­fé­lög og op­in­ber­ar stofn­an­ir

Til að koma til móts við þann hóp sem er við það að full­nýta bóta­rétt sinn inn­an atvinnuleysistrygg­inga­kerf­is­ins og hef­ur ekki fengið at­vinnu við lok bóta­tíma­bils­ins verður farið í sér­stak­ar aðgerðir til að aðstoða ein­stak­linga í þess­um hópi við að kom­ast aft­ur inn á vinnu­markað. Vinnu­mála­stofn­un mun greiða ráðning­ar­styrk í allt að sex mánuði, og er heimilt að lengja um aðra sex fyr­ir ein­stak­linga með skerta starfs­getu, vegna ráðning­ar ein­stak­linga sem eru við það að ljúka bóta­rétti. Stofn­un­inni er heim­ilt að greiða ráðning­ar­styrki sem nema full­um laun­um sam­kvæmt kjara­samn­ing­um að há­marki 472.835.- krón­ur á mánuði auk 11,5% mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóð. Skil­yrði er að ráðinn sé ein­stak­ling­ur sem á sex mánuði eða minna eft­ir af bóta­rétti. Þá er sveit­ar­fé­lög­um einnig heim­ilt að ráða til sín ein­stak­linga sem full­nýttu bóta­rétt sinn inn­an at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar­kerf­is­ins á tíma­bil­inu 1. októ­ber. til 31. des­em­ber 2020.

Fyrir félagasamtök 

Félagasamtök, sem rekin eru til almannaheilla og án hagnaðarsjónarmiða, er gert kleift að stofna til tímabundinna átaksverkefna í vor og sumar með ráðningarstyrk sem nemur fullum launum samkvæmt kjarasamningum að hámarki kr. 472.835 á mánuði sem er hámark tekjutengdra bóta auk 11,5% mótframlags í lífeyrissjóð. Þá verður greitt 25% álag til þess að standa straum af kostnaði við verkefnin, svo sem við landvernd, viðhald göngustíga, landhreinsun, gróðursetningu, íþróttir og afþreyingu fyrir börn og unglinga og svo framvegis. Skilyrði fyrir ráðningarstyrk er að viðkomandi atvinnuleitandi hafi verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur.

Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins 

Ábendingagátt