Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í fimmta sinn í gær við hátíðlega en lágstemmda athöfn í Hafnarborg. Heiðdís Helgadóttir fékk hvatningarverðlaunin að þessu sinni sérstaklega fyrir Listasmáskólann. Við athöfnin voru einnig veitar viðurkenningar til fjögurra aðila fyrir starfsemi í þágu eflingar atvinnulífs og bæjaranda í Hafnarfirði.
Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í fimmta sinn í gær við hátíðlega en lágstemmda athöfn í Hafnarborg. Heiðdís Helgadóttir fékk hvatningarverðlaunin að þessu sinni sérstaklega fyrir Listasmáskólann.
Sjá tilkynningu og fleiri myndir á vef Markaðsstofu Hafnarfjarðar
Við athöfnin voru einnig veitar viðurkenningar til fjögurra aðila fyrir starfsemi í þágu eflingar atvinnulífs og bæjaranda í Hafnarfirði. Þær hlutu veitingastaðurinn Ban Kúnn, leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson og tveir nýliðar á markaði bakarinn Gulli Arnar og líkamsræktarstöðin Kvennastyrkur. Verðlaunin eru veitt ár hvert fyrirtæki, einstakling eða stofnun fyrir að lyfta bæjaranda Hafnarfjarðar upp með starfsemi sinni og athöfnum. Þau eru þakklætisvottur markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.
Hér eru umsagnir um viðurkenningarhafana:
Í umsögn með hvatningarverðlaununum segir að Heiðdís eigi þessi verðlaun skilið fyrir að vera áberandi skapandi í Hafnarfirði en þó einna helst fyrir eljuna í að láta drauminn um listaskóla rætast. Hún hefur unnið frábært og óeigingjarnt starf í þágu ungmenna með því að bjóða upp á myndlistarnámskeið fyrir grunnskólabörn, sem er þörf viðbót við æskulýðsstarf í Hafnarfirði. Hún glæddi bæinn einnig svo sannarlega lífi síðastliðið sumar þegar víða mátti sjá börn á námskeiðum hennar gera hvert listaverkið á fætur öðru af húsum bæjarins.
Ban Kúnn kemur með frumlegheit og gæði í flóru matarmenningar í Hafnarfirði og margir viðskiptavinir sem koma jafnframt langt að. Þá er þessi ákaflega vinsæli staður enn í dag mikilvægur hluti af Austurgötuhátíðinni á 17. júní þaðan sem Ban Kúnn á í raun rætur sínar að rekja. Eigendur Ban Kúnn eru hjónin Svavar G. Jónsson og Natthawat Voramool en Svavar hefur verið ákaflega virkur félagsaðili markaðsstofunnar allt frá upphafi og duglegur að taka þátt í starfinu sem og tekið þátt í almennri bæjarumræðu. Það er fyrst og fremst þessi ástríða fyrir bæjarmálum og betri mat sem gera það að verkum að Ban Kúnn hlýtur viðurkenningu Markaðsstofu Hafnarfjarðar árið 2021.
Gulli Arnar handverksbakarí er einn af nýliðunum sem fékk viðurkenningu. Gulli Arnar kemur með ferskan andblæ inn í bæinn og margar nýjungar sem ekki hefur verið hægt að fá áður í Hafnarfirði. Þá er passað vel upp á matarsóun og stefna og markmið rekstursins að selja allar vörur upp daglega og framleiða nýjar og ferskar vörur næsta dag. Kraftmikill og metnaðarfullur bakari sem er duglegur að nota samfélagsmiðla þar sem má fylgjast með honum að störfum á skemmtilegan og einlægan hátt.
Gunnar Björn fékk viðurkenningu fyrir að koma Hafnarfirði á kortið sem kvikmyndabæ með því að taka upp og leikstýra bíómyndum í bænum. Gunnar Björn skrifaði og leikstýrði myndinni Amma Hófí, sem var frumsýnd í Bæjarbíó á síðasta ári, en upptökur hennar fóru næstum alfarið fram í Hafnarfirði. Hann gæddi bæinn lífi við tökurnar á myndinni sem höfðu því bein jákvæð áhrif á bæjarbúa og fyrirtæki í bænum. Upptökurnar munu einnig hafa sögulegt gildi í framtíðinni þar sem þær sýna hvernig Hafnarfjörður var í kringum 2020.
Kvennastyrkur er hinn nýliðinn sem viðurkenningu en líkamsræktarstöðin var opnuð síðastliðið sumar. Stöðin hefur komið sem ferskur andblær inn í miðbæinn og lífgað hann enn meira upp en þangað koma konur víðsvegar af höfuðborgarsvæðinu. Eigandi Kvennastyrks, Sigrún María Hákonardóttir hefur sýnt hugrekki og seiglu að opna heilsurækt á Covid tímum, lætur ekkert stoppa sig og heldur alltaf áfram. Þá hefur hún virkjað önnur fyrirtæki í kringum sig með því að beina sínum viðskiptavinum í verslanir og veitingastaði í nágrenninu. Stjórn markaðsstofunnar telur að það sé einstaklega gott fyrir heilsubæinn Hafnarfjörð að fá Kvennastyrk sem viðbót við þær líkamsræktarstöðvar sem fyrir eru í bænum.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…