Heilahristingur – heimavinnuaðstoð

Fréttir

Heimavinnuaðstoð felur í sér aðstoð við heimanám grunnskólanemenda í 4. – 10. bekk með það að markmiði að styðja þá og styrkja í námi sínu.

Bókasafn Hafnarfjarðar, í samstarfi við Rauða krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ, heldur úti verkefninu Heilahristingur – heimavinnuaðstoð. Þjónustan er einnig í boði í Hvaleyrarskóla. Aðstoðin felur í sér aðstoð við heimanám grunnskólanemenda í 1. – 10. bekk með það að markmiði að styðja þá og styrkja í námi sínu. Nemendur þurfa ekki að skrá sig fyrirfram, bara koma í tæka tíð með verkefnin sín.

Aðstoð við lestur og heimanám

Heilahristingur – heimavinnuaðstoð hófst að nýju fimmtudaginn 19. janúar kl. 15. Aðstoðin er í boði einu sinni í viku, á fimmtudögum frá kl. 15-17 í fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar (kjallara, gengið niður hjá barnadeild). Þjónustan er einnig í boði í Hvaleyrarskóla í samvinnu við Rauða krossinn á föstudögum frá kl. 13:30 – 15:00.

Heimavinnuaðstoðin felst í að veita grunnskólanemendum úr 1. – 10. bekk aðstoð við lestur og heimanám með það að markmiði að styðja þá og styrkja í námi sínu en samhliða því fá þau tækifæri til að kynnast þeirri frábæru þjónustu sem boðið er upp á í tengslum við nám. Sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ aðstoða og leiðbeina nemendum. Sérstök áhersla er lögð á börn af erlendum uppruna þó auðvitað séu allir velkomnir sem aðstoð þurfa. Ekki er greitt fyrir kennsluna og mætingarskylda engin.

Ábendingagátt