Heilbrigðisráðherra ræsti „Göngum í skólann“ í Hafnarfirði í morgun

Fréttir

Í morgun fór fram setningarhátíð Göngum í skólann 2017 í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þetta er í 11. skipti sem verkefnið fer fram. Dagskráin hófst með því að Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri bauð alla velkomna og í kjölfarið fluttu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar stutt ávörp þar sem þau lögðu áherslu á mikilvægi þess að nota virkan ferðamáta til og frá skóla og huga afar vel að umferðaröryggi ungra vegfarenda. 

Í morgun fór fram setningarhátíð Göngum í skólann 2017 í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þetta er í 11. skipti sem verkefnið fer fram. Dagskráin hófst með því að Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri bauð alla velkomna og í kjölfarið fluttu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar stutt ávörp þar sem þau lögðu áherslu á mikilvægi þess að nota virkan ferðamáta til og frá skóla og huga afar vel að umferðaröryggi ungra vegfarenda. 

Þá fluttu nemendur flott söngatriði við gítarundirleik og meðal áheyrenda í salnum voru prúðbúnir lögregluþjónar. Að lokinni tónlist og ræðuhöldum þá fór formleg gangsetning verkefnisins fram með táknrænum göngutúr nemenda, gesta, starfsfólks og samstarfsaðila um Víðistaðatún í dýrindis sól og blíðu.

Þeir aðilar sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Samgöngustofa og Landssamtökin Heimili og skóli. Göngum í skólann er einnig hluti af  Íþróttaviku Evrópu  sem fer fram vikuna 23.-30.september og #BeActive átakinu.

Ábendingagátt