Heillaður af starfi félagsmiðstöðva og eflingu ungmenna

Fréttir

Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, er gestur Vitans að þessu sinni. Í þessum þætti ræðir Geir líf sitt hjá bænum og með bænum síðustu áratugina en hann hefur starfað hjá sveitarfélaginu í rúm þrjátíu ár. 

Vinnuhjartað hefur alltaf slegið hjá bænum – hefur starfað hjá
sveitarfélaginu í rúm þrjátíu ár og er sannarlega Hafnfirðingur. 

Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Hafnarfjarðarbæjar, er gestur Vitans hlaðvarps Hafnarfjarðarbæjar að þessu sinni. Í þessum þætti ræðir Geir líf
sitt hjá bænum og með bænum síðustu áratugina.

Geir er einn þeirra starfsmanna sem hafa meira og minna alla
sína starfsævi starfað innan sveitarfélagsins. Þar hefur hann sinnt mörgum og
mismunandi störfum sem flest eiga þau það þó sameiginlegt að snúa að börnum og
ungmennum og eflingu þeirra á einn eða annan máta. Þar spila forvarnir,
hreyfing og heilsa mjög stórt hlutverk og hefur Geir komið að og hrint í framkvæmd
áhugaverðum forvarnarverkefnum og heilsuverkefnum sem eru til þess að auðga
samfélagsandann og elfa andlega og líkamlega heilsu Hafnfirðinga heilt yfir. Geir
starfar einnig sem forsvarsmaður starfshóps um heilsueflandi samfélag en
síðustu árin hefur Hafnarfjörður verið að stimpla sig inn sem Heilsubærinn
Hafnarfjörður og það í öflugu samstarfi við hafnfirskt samfélag, félagasamtök,
íþróttafélög, einstaklinga og starfsfólk. Hafnarfjörður hefur löngum verið
mikill íþróttabær og hefur árum saman alið af sér meistara á nær öllum sviðum
íþróttalífsins og árið 2015 gekk Hafnarfjarðarbær til samninga við Embætti
landlæknis um formlega þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag og hefur
sveitarfélagið í samstarfi við íbúa, starfsmenn og aðra hagsmunaaðila mótað
heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar og lagt fram aðgerðaáætlun sem talar beint
saman við stefnuna.  

Hlusta á þáttinn

Viðtöl við áhugaverða einstaklinga sem starf í þágu sveitarfélagsins

Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem starfa í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast alla þætti Vitans á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict.

Ábendingagátt