Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Embættis landlæknis hefur tekið saman tíu heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.
Sjá tilkynningu á vef embættis landlæknis
Embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nú þegar landsmenn allir standa frammi fyrir nýjum áskorunum tengdum kórónuveirunni er mikilvægt að huga vel að þessum þáttum. Heilræðin taka mið af þeim sérstöku aðstæðum sem nú ríkja í samfélaginu.
Heilræðin hafa einnig verið þýdd á ensku og pólsku. Embætti landlæknis hefur verið að birta þessi heilræði með ýmsum hætti á samfélagsmiðlum undanfarið í samvinnu við RÚV.
1. Hlúum vel að okkur sjálfum og okkar nánustuHugsum vel um okkur sjálf og finnum uppbyggilegar leiðir til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Verjum tíma með þeim sem okkur þykir vænt um og eigum góðar stundir saman. Spilum, förum út í göngutúr, út í garð að leika, föndrum, lesum og hlæjum saman. Sköpum minningar. RUV myndskeið
2. Verum þakklát fyrir það sem við höfumVeitum því góða í lífi okkar athygli og verum þakklát fyrir það sem okkur er gefið. Gott er að rifja upp þrjú atriði til að þakka fyrir á hverjum degi, til dæmis við matarborðið eða áður en farið er að sofa. Það sem við hugsum um hefur áhrif á það hvernig okkur líður. RUV myndskeið
3. Borðum hollan og góðan mat daglegaMikilvægt er að borða hollan og fjölbreyttan mat. Veljum matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, t.d. ávexti, grænmeti, heilkornavörur og fisk og munum eftir að taka D-vítamín. Best er að hafa reglu á máltíðum og njóta þess að borða. RUV myndskeið
4. Hreyfum okkur rösklega á hverjum degiHreyfing er mikilvæg fyrir andlega og líkamlega vellíðan, betri svefn og aukið þrek. Hreyfum okkur rösklega á hverjum degi, fullorðnir í minnst 30 mínútur og börn í minnst 60 mínútur. Betra er að hreyfa sig lítið eitt fremur en ekki neitt og takmarka langvarandi kyrrsetu. RUV myndskeið
5. Stuðlum að betri svefni með góðum svefnvenjumGóður svefn er nauðsynlegur til að geta tekist á við viðfangsefni dagsins. Svefn hefur m.a. jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, einbeitingu, námsgetu og er nauðsynlegur fyrir vöxt og þroska barna. Komum okkur upp góðum svefnvenjum til að ná ráðlögðum svefni miðað við aldur.
6. Forðumst að nota áfengi eða tóbak sem bjargráðÞað er ekki gagnlegt að nota áfengi eða tóbak til að takast á við erfiðar tilfinningar, eins og áhyggjur og kvíða, eða til að slaka á. Neysla áfengis og reykingar veikja ónæmiskerfið auk þess að hafa neikvæð áhrif á heilsu og vellíðan til lengri tíma.
7. Sýnum samfélagslega ábyrgð og fylgjum fyrirmælumSýnum ábyrgð í hegðun okkar og fylgjum leiðbeiningum almannavarna til að vernda fólkið í kringum okkur og heilbrigðiskerfið. Forðumst einnig óþarfa áhyggjur því að þær geta haft neikvæð áhrif á lífsgæði og öryggistilfinningu okkar.
8. Höldum áfram að læra og komum hlutum í verkSjáum tækifærin í þessum sérstöku aðstæðum og lærum eitthvað nýtt eða hugum að því sem við höfum ekki náð að koma í framkvæmd hingað til. Nú er tíminn til að læra nýtt tungumál eða elda nýjan rétt, lesa bækurnar sem bíða á náttborðinu, flokka myndasafnið eða taka til í geymslunni.
9. Gefum af okkur – sýnum góðvild og samkenndGerum eitthvað fallegt fyrir aðra. Sýnum samkennd í verki. Brosum. Gefum öðrum af tíma okkar með því að hringja, sýna áhuga og tjá þakklæti fyrir vináttu eða greiða. Bjóðum fram krafta okkar ef við höfum tök á. Að sjá okkur sjálf sem hluta af stærra samhengi veitir lífsfyllingu og eflir tengsl við aðra.
10. Njótum augnabliksins – hér og núÞegar samkomum fækkar gefst tækifæri til að hægja aðeins á. Nýtum þessar aðstæður til að njóta augnabliksins og dvelja meira í núinu. Tökum eftir fegurðinni í litlu hlutunum í kringum okkur og í náttúrunni með öllum skynfærum. Leyfum þessum tíma að vera endurnærandi og gefandi fyrir okkur.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…