Heilsubærinn býður verðandi mæðrum og þeim í orlofi í Hress

Fréttir

Heilsubærinn Hafnarfjörður og Hress standa fyrir viðburði til að efla heilsu verðandi mæðra og kvenna með ungabörn í fæðingarorlofi. Markmiðið er að auka aðgengi þeirra að heilsurækt. Miðvikudaginn 17. apríl býðst þeim að koma í tíma í líkamsræktarstöðinni. Litlu börnin velkomin með.

Heilsubærinn og Hress saman í þágu mæðra!

Viltu bæta heilsuna og upplifa hressleikann beint í æð? Heilsubærinn Hafnarfjörður og Hress standa fyrir námskeiðum til að efla heilsu bæjarbúa og auka aðgengi að heilsurækt. Miðvikudaginn 17. apríl býðst verðandi mæðrum og konum með ungabörn í fæðingarorlofi að koma í tíma í líkamsræktarstöðinni. Litlu börnin sem ekki eru farin að ganga velkomin með.

Sandra Bjarnadóttir þjálfari leiðir tímann. Hún er lærður hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og IAK þjálfari. Hún stýrir námskeiðinu Móðir og barn þar sem hún hjálpar konum á heilsusamlegan máta aftur í form á því stigi sem hentar hverri og einni. Í tímanum eru gerðar styrktar- og þolæfingar með réttri líkamsbeitingu. Sérstök áhersla er einnig á að styrkja grindarbotnsvöðva, djúpvöðva, kvið- og bakvöðva.

Góð aðstaða er fyrir börnin, en þau geta sofið beint fyrir utan æfingasalinn, hægt er að ganga út um hurð á æfingasalnum til að sækja eða sinna börnunum. Fyrir innan eru barnastólar, teppi, leikgrindur og fleira fyrir þær sem vilja nýta sér slíkt.

Hér skráir þú þig til leiks.

MÓÐIR OG BARN — HEIlSUVIÐBURÐUR

  • Hvenær: Miðvikudaginn 17. apríl kl. 10:20-11:10
  • Kennari: Sandra Bjarnadóttir
  • Fyrir hverjar: Þessi tími er ætlaður barnshafandi konum eða konum í fæðingarorlofi og eru börnin velkomin með í tímann
  • Hvað kostar: Þessi tími er þátttakendum að kostnaðarlausu
  • Skráning: Hér

 

 

Ábendingagátt