Heilsubærinn Hafnarfjörður

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Embætti landlæknis standa fyrir átakinu Heilsueflandi samfélag til eflingar lýðheilsu í bæjarfélaginu.

Hafnarfjarðarbær og Embætti landlæknis standa fyrir átakinu Heilsueflandi samfélag til eflingar lýðheilsu í bæjarfélaginu.

Hluti af átakinu felst í að afla gagna um almenna heilsu bæjarbúa og aðgengi þeirra að heilsueflingu. Gögnin hjálpa einnig til við mat á stöðu lýðheilsumála í Hafnarfirði.

Álit bæjarbúa er mikilvægt í slíku stöðumati og því er boðað til tveggja íbúafunda þar sem bæjarbúar geta kynnst verkefninu og komið sínum skoðunum á heilsueflingu í bænum á framfæri. Umræðan fer fram á umræðuborðum og gert er ráð fyrir að fundirnir standi í um tvær klukkustundir.

Íbúafundir;

Hraunvallaskóli miðvikudaginn 26.ágúst kl. 19.30. 

Víðistaðaskóli mánudaginn 31.ágúst kl. 19.30.

Ábendingagátt