Heilsueflandi spilastokkar inn öll heimili í Hafnafirði

Fréttir

Í vikunni berast inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði spilastokkar með kveðju frá Heilsubænum Hafnarfirði.  Spilastokkarnir innihalda 52 hugmyndir af afþreyingu í Hafnarfirði allt árið um kring. 

Hafnarfjarðarbær gekk til samninga við Embætti landlæknis um
þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag og hefur nú í samstarfi við
hagsmunaaðila mótað heilsustefnu. Liður í aukinni heilsueflingu er að benda
íbúum og öðrum áhugasömum á þá möguleika sem eru til staðar í Firðinum okkar
fagra. Við búum í náttúruparadís og eru tækifæri til útivistar, heilsueflingar
og afþreyingar þegar fjölmörg. Þessi spilastokkur sem sendur er til allra
hafnfirskra heimila og fyrirtækja inniheldur 52 hugmyndir af afþreyingu í
Hafnarfirði allt árið um kring. Listinn er langt frá því að vera tæmandi heldur
einfaldlega nokkrar góðar og heilsueflandi hugmyndir fyrir fjölskyldur og vini.

Ábendingagátt