Eflandi starf eldri borgara

Fréttir

Mjög metnaðarfullt og heilsueflandi starf er að eiga sér stað innan Félags eldri borga í Hafnarfirði.  Vikudagskrá félagsins er fjölbreytt og nýtir fjöldi eldri borgara sér m.a. möguleika til innanhússgöngu í Kaplakrika.

Mjög metnaðarfullt og heilsueflandi starf er að eiga sér stað innan Félags eldri borga í Hafnarfirði.  Dansleikir eru haldnir mánaðarlega í Hraunseli yfir veturinn auk þess sem eldri borgarar fá tækifæri til að æfa dans tvisvar í viku.  Vikudagskrá félagsins er fjölbreytt og nýtir fjöldi eldri borgara sér m.a. möguleika til innanhússgöngu í Kaplakrika.

Alla virka daga er opið hús til innanhússgöngu í Kaplakrika og hefur fjöldinn allur verið að nýta sér þessa þjónustu sem bætt var við annars metnaðarfulla dagskrá félagsins fyrir rétt um ári síðan. Til boða stendur að koma hvenær sem á tímabilinu frá kl. 9-12 virka daga í yfirbyggt frjálsíþróttahús að Kaplakrika .  Áætlað er að 40 einstaklingar að meðaltali nýti sér þennan möguleika á degi hverjum og eru dæmi þess að fólk gangi tugi hringa kringum völlinn allt eftir dagsformi og tíma hverju sinni.  Hér er hreyfingin lykilatriði en ekki síður skemmtilegur félagsskapur. Einstaklingar á öllum aldri hafa í auknu mæli verið að nýta sér möguleikann til innanhússgöngu enda hefur veður og færð sett strik í reikninginn fyrir göngu utanhúss nú í vetur.  Aðstaðan er opin öllum þeim sem geta og vilja nýta sér þennan möguleika.

Forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs ásamt bæjarstjóra ákváðu að hefja mánudagsmorgun með heilsueflandi göngu í Kaplakrika í góðum félagsskap – sjá mynd. 

Á
heimasíðu Félags eldri borgara er hægt að nálgast allar upplýsingar um dagskrá félagsstarfsins. Félagið var stofnað 1968 og hefur þann tilgang að vinna að velferðarmálum aldraðs fólks í Hafnarfirði. Aðstaða félagsins er vel nýtt og kunna eldri borgarar vel að meta það sem í boði er til afþreyingar, föndurs, listsköpunar og hreyfingar svo fátt eitt sé nefnt.

Ábendingagátt