Heilsuefling eldri borgara

Fréttir

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar fékk Janus Friðrik Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing, á fund sinn í lok síðustu viku. Fjölskylduráð fól sviðsstjóra fjölskylduþjónustu að undirbúa verkefni um heilsueflingu eldri borgara í samvinnu við Janus.

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar fékk Janus Friðrik Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing, á fund sinn í lok síðustu viku. Janus kynnti hugmyndir um fjölþætta heilsurækt og leiðir að farsælum efri árum. Með heilsueflingu er leitast við að efla heilbrigði með því að skapa fólki aðstæður og umhverfi sem gera einstaklingum og samfélaginu kleift að auka hreysti og efla vitund og vilja til að viðhalda heilbrigði. 

Fjölskylduráð fól sviðsstjóra fjölskylduþjónustu að undirbúa verkefni um heilsueflingu eldri borgara í samvinnu við Janus. Sjá fundargerð HÉR

Metnaðarfull heilsustefna fyrir heilsubæinn Hafnarfjörð

Heilsuefling eldri borgara er liður í heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar sem nýlega var kynnt til sögunnar. Í heilsustefnu Hafnarfjarðar er eitt aðalmarkmiðið að hlúa að almennri vellíðan íbúa, andlegri og líkamlegri, á öllum aldri og styrkja og efla sjálfsmynd og góða líðan. M.a. er lagt til aukið samstarf við félagasamtök, fagfólk, áhugafólk og heilsugæslu vegna heilsueflingar og vellíðunar og að upplýsingagjöf verði aukin varðandi þjónustu sem er í boði á því sviði. Að byggður verði upp samstarfsvettvangur viðkomandi aðila þar um, með þátttöku ungmennaráðs, öldungaráðs, ráðgjafaráðs, nýbúaráðs og hverfisráðs þar sem meðal annars verði unnið að verndandi þáttum gegn kvíða og vanlíðan. Heilsustefnan styður við þá sýn Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar að auka vellíðan íbúa bæjarins með fyrirbyggjandi aðgerðum.

Sjá heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar HÉR

Ábendingagátt