HEIMA 2022 er í kvöld!

Fréttir

HEIMA er haldin í sjöunda sinn í Hafnarfirði í kvöld en hátíðin var fyrst haldin síðasta vetrardag 2014. Engin hátíð var haldin 2020 og 2021 en nú er komið að HEIMA 2022 – síðasta vetrardag, 20. apríl. Listamennirnir eru þrettán og allir koma fram tvisvar í sitthvoru HEIMA-húsinu. Þrettán fjölskyldur bjóða heim í stofu í ár í hjarta Hafnarfjarðar. 

HEIMA er haldin í sjöunda sinn í Hafnarfirði í kvöld en hátíðin var fyrst haldin síðasta vetrardag 2014. Engin hátíð var haldin 2020 og 2021 en nú er komið að HEIMA 2022 – síðasta vetrardag, 20. apríl. Listamennirnir eru þrettán og allir koma fram tvisvar í sitthvoru HEIMA-húsinu í miðbænum. Þrettán fjölskyldur bjóða heim í stofu í ár í hjarta Hafnarfjarðar. 

Heima2019

Einstök og öðruvísi tónlistarhátíð 

HEIMA-hátíðin hefur náð að festa sig í sessi sem skemmtileg og einstök tónlistarhátíð þar sem boðið er upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir og listamenn eiga að venjast almennt.Hafnfirðingar munu sem fyrr opna heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar og í hverju húsi spila tveir mismunandi listamenn eða hljómsveitir. Fríkirkjan í Hafnarfirði mun einnig opna dyr sínar eins og undanfarin ár fyrir HEIMA-fólki auk þess sem sviðið í Bæjarbíói verður notað sem bætir enn á fjölbreytileikann.

Þrettán heimili og þrettán listamenn 

Listamennirnir eru þrettán og allir koma fram tvisvar í sitthvoru HEIMA-húsinu í miðbænum. Það eru ekki allir að spila á sama tíma þannig að þeir sem eru duglegastir að rölta milli húsa sjá flest atriði. Fyrstu HEIMA-tónleikarnir hefjast um kl. 20.00. og þeim síðustu lýkur um kl. 23.00. Rás 2 verður á staðnum og mun útvarpa hluta dagskrárinnar.Guðrún Árný og Egill Rafnsson munu svo sjá um sing-along eftirpartíið í Bæjarbíói sem hefst klukkan 23.15 og stendur í amk. klukkustund.

Þeir sem koma fram á HEIMA 2022 eru:

  • The Vintage Caravan
  • Viktoría Tómasdóttir
  • Dúkkulísurnar
  • Margrét Eir & Thin Jim
  • Guðrún Árný & Egill Rafnsson
  • Gugusar
  • Sigurður Guðmundsson
  • Krummi
  • Systur (Eyþórsdætur)
  • Flott
  • Hildur Vala
  • Kristján Jóhannsson
  • BlazRoca ásamt Blaffa

Nánari upplýsingar um HEIMA á Facebook

Miðasala á HEIMA á tix.is

Ábendingagátt