Heimboð og heimsóknir við útskrift úr leikskóla

Fréttir

Útskrift úr leikskóla er stór stund enda yfirleitt um að ræða fyrstu útskriftina og merkan áfanga í lífinu. Hefð hefur skapast fyrir því að útskriftarhópar m.a. frá leikskólanum Hlíðarenda heimsæki bæjarstjóra í ráðhús Hafnarfjarðar með spurningar og vangaveltur um lífið og tilveruna.

Útskrift úr leikskóla er stór stund enda yfirleitt um að
ræða fyrstu útskriftina og merkan áfanga í lífinu. Í haust tekur við 10 ára
grunnskólaganga og útskriftarhópar leikskólanna að vonum spenntir fyrir því sem
framtíðin ber í skauti sér. Hefð hefur skapast fyrir því að útskriftarhópar
m.a. frá leikskólanum Hlíðarenda heimsæki bæjarstjóra í ráðhús Hafnarfjarðar
með spurningar og vangaveltur um lífið og tilveruna. Í ár var hópurinn ótrúlega spenntur m.a. fyrir nýjum ærslabelg í Setberginu, ferðalögum
sumarsins og vildi kanna hvort risaeðlagarður í Hafnarfirði væri á dagskrá í
náinni framtíð.

IMG_8255_1625849598931

Útskriftarsýning – helstu staðirnir í Hafnarfirði

Heimsókn krakkanna endaði með heimboði til bæjarstjóra um að
sækja útskriftarsýningu þeirra í leikskólanum. Bæjarstjóri þáði heimboð með
þökkum og átti góða stund á leikskólanum. Í rúmlega 20 ár hefur verið haldið í
þá hefð að útskriftarhópur leikskólans setji upp sýningu sem endurspeglar og
sýnir þær byggingar sem krakkarnir sjálfir ákveða að taka fyrir hverju sinni. Í ár mátti þarna finna leikskólann sjálfan, Hellisgerði, lögreglustöðina, Ásvallalaug, strætó, hressa Hafnfirðinga  og fleira skemmtilegt.    

IMG_8293

Ábendingagátt