Heimgreiðslur ellefu mánuði á ári

Tilkynningar

Nú eftir júlí þarf aðeins að sækja um heimgreiðslu fyrr börn sem eru heima einu sinni og gildir umsóknin þá út júní eða þar til barnið fær pláss á leikskóla eða í dagvistun. Reglunum hefur verið breytt. Greitt er ellefu mánuði á ári og ekki í júlí ár hvert.

Heimgreiðslur með börnum frá 12 mánaða aldri

Aðeins þarf nú að sækja um heimgreiðslu fyrr börn sem eru heima einu sinni og gildir umsóknin þá út júní eða þar til barnið fær pláss á leikskóla eða í dagvistun. Reglunum hefur verið breytt. Greiðslur falla nú niður í júlí ár hvert.

Hafnarfjarðarbær greiðir mánaðarlega í ellefu mánuði á ári heimgreiðslur til foreldra og forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla eða hjá dagforeldri frá 12 mánaða aldri og þar til barn verður 30 mánaða. Mánaðarleg greiðsla miðast við almenna niðurgreiðslu hjá dagforeldrum fyrir 8 klukkustunda vistun.

Umsóknir um greiðslurnar þurfa að berast í síðasta lagi 19. hvers mánaðar til að taka gildi fyrir mánuðinn í vændum. Berist umsókn eftir þann tíma taka greiðslurnar gildi mánuðinn á eftir.

 

Skilyrði fyrir greiðslu eru eftirfarandi:

  • Að foreldri / forráðamaður og barn eigi lögheimili í Hafnarfirði. Sé lögheimili flutt frá Hafnarfirði í umsóknarmánuði fellur réttur til heimgreiðslu niður.
  • Barn sé orðið eða verði 12 mánaða í þeim mánuði sem sótt er um og ekki eldra en 30 mánaða.
  • Hægt er að óska eftir heimgreiðslu vegna barna eldri en 30 mánaða á meðan beðið er eftir plássi í leikskóla í Hafnarfirði og ekki er verið að greiða fyrir pláss annarsstaðar.
  • Að barn sé á biðlista eftir leikskólaplássi í Hafnarfirði.
  • Að foreldrar/forráðamenn séu ekki að þiggja aðrar niðurgreiðslur vegna barnsins frá Hafnarfjarðarbæ.

Sækja skal um heimgreiðslur á Mínum síðum. Greitt er síðasta virkan dag hvers mánaðar og greiðist eftir á fyrir líðandi mánuð. Sem fyrr segir er greitt ellefu mánuði á ári, ekki er greitt heimgreiðslur fyrir júlí. Heimgreiðslur eru ekki afturvirkar.

 

Og munum:

  • Sækja þarf um einu sinni á ári vegna hvers barns sem á rétt á heimgreiðslum.
  • Umsókn þarf að berast fyrir 19. þess mánaðar sem óskað er eftir að heimgreiðslur hefjist. Umsókn er virk til 30. júní ár hvert svo lengi sem barn á rétt á heimgreiðslum.
  • Endurnýja þarf umsókn árlega fyrir 19.ágúst.
  • Ekki er greitt vegna júlí mánaðar

 

Ábendingagátt