Heimsókn frá Cuxhaven

Fréttir

Þessa dagana er í heimsókn hjá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hljómsveitin Amandus frá Cuxhaven. Í hljómsveitinni eru 28 hljóðfæraleikarar á aldrinum 13 – 18 ára sem leika á fiðlur, selló, trompetta, básúnur, saxófóna og gítar. Tónleikar sveitar verða 1. júní.

Dagana 26. maí
til 2. júní er í heimsókn hjá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hljómsveitin Amandus frá Cuxhaven. Í
hljómsveitinni eru 28 hljóðfæraleikarar á aldrinum 13 – 18 ára sem leika á
fiðlur, selló, trompetta, básúnur, saxófóna og gítar. 

Miðvikudaginn 1. júní, á sjálfan afmælisdag Hafnarfjarðarbæjar, heldur hljómsveitin tónleika í Hásölum Strandgötu kl.
18.00.  Á tónleikunum leikur með þeim í nokkrum lögum nýstofnuð
Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar undir stjórn Ármanns Helgasonar. 

Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana – aðgangur ókeypis.  

Ábendingagátt