Heimsókn til Frederiksberg

Fréttir

Mánudaginn 25. maí lögðu átta ungmenni í 8. bekk úr öllum
skólum af stað á vinabæjarmót norrænu vinabæjarkeðjunnar í Frederiksberg í
Danmörku

Mánudaginn 25. maí lögðu átta ungmenni í 8. bekk úr öllum skólum af stað á vinabæjarmót norrænu vinabæjarkeðjunnar í Frederiksberg í Danmörku. Þar tók unga fólkið þátt í fjölbreyttri vinnu með jafnöldrum sínum frá vinabæjunum þar sem hæfileikar þeirra voru fléttaðir saman við tónlistar og leiklistaratriði sem þau fluttu fyrir sendinefndir frá vinabæjunum sem komu til Frederiksberg fimmtudaginn 28. maí.

Þá tók unga fólkið meðal annars þátt í þrautaleik um hverfið með GPS tæki, fengu kynningu frá ungmennaráði Frederiksberg og heimsóttu dýragarðinn sem er í hjarta Frederiksberg.

Hafnarfjarðarbær hefur tekið þátt í vinabæjarkeðjunni frá árinu 1951 ásamt Frederiksberg, Uppsala í Svíþjóð, Bærum í Noregi, Hämeenlinna í Finnlandi og Tartu í Eistlandi. Vinabæjarmótið er haldið annað hvert ár og vinabæirnir skiptast á að halda mótið og árið 2017 er komið að Hafnarfirði.

Myndin er tekin fyrir framan Frederiksberg castle á afmælisdag hans konunglegu hátign krónprins Frederik André Henrik Christian, prins af Danmörku og greifa af Monpezat

 

Ábendingagátt