Heimsókn til Veðurstofu Íslands

Fréttir

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hélt fund sinn hjá Veðurstofu Íslands í lok síðustu viku. Fundurinn var með aðeins öðruvísi sniði en vanalega því nefndin heimsótti ásamt varafulltrúum almannavarnanefndar, stýrihópi hættumatsverkefnis og vinnuhópi neyðarstjórna höfuðborgarsvæðisins Veðurstofu Íslands (VÍ). Veðurstofan er ein af meginstoðum og helstu samstarfsaðilum sveitarfélaganna í almannavörnum.

Einn af helstu samstarfsaðilum í almannavörnum

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hélt fund sinn hjá Veðurstofu Íslands í lok síðustu viku. Fundurinn var með aðeins öðruvísi sniði en vanalega því nefndin heimsótti ásamt varafulltrúum almannavarnanefndar, stýrihópi hættumatsverkefnis og vinnuhópi neyðarstjórna höfuðborgarsvæðisins Veðurstofu Íslands (VÍ). Veðurstofan er ein af meginstoðum og helstu samstarfsaðilum sveitarfélaganna í almannavörnum.

Rannsóknir, vöktun og upplýsingagjöf

Veðurstofa Íslands sér m.a. um vöktun, upplýsingagjöf og rannsóknir sem eru gríðarlega mikilvægar fyrir almannavarnir og almannaheill. Starfsfólk Veðurstofu Íslands kynnti hlutverk stofnunarinnar, þar sem lögð var áhersla á brú milli vísinda og samfélags og mikilvægi Veðurstofu Íslands í viðbragðskeðjunni og áhættustjórnun. Meðal annars var farið yfir litaviðvörunarkerfið VÍ, helstu hættumatsverkefni sem unnin eru hjá VÍ og stöðuna á eldgosahættumati fyrir höfuðborgarsvæðið. Einnig skoðaði hópurinn mælingarreit Veðurstofunnar fyrir höfuðborgarsvæðið.

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins

Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær og Kjósarhreppur, standa að almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins (AHS).  AHS er skipuð einum kjörnum fulltrúa frá hverri sveitarstjórn auk framkvæmdastjóra sveitarfélaganna og tveir varamenn eru skipaðir af sveitarstjórnum. Formaður nefndarinnar er borgarstjórinn í Reykjavík og varaformaður er bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu á sæti í nefndinni og á þar varafulltrúa. Í nefndinni eru einnig áheyrnarfulltrúar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og Rauða krossinum á Íslandi sem eiga varafulltrúa. Starfsfólk almannavarnanefndarinnar eru framkvæmdastjóri og deildarstjóri. Þeir sitja báðir fundi nefndarinnar og starfa að verkefnum hennar á milli funda.

Takk Veðurstofa Íslands!

Innilegar þakkir til starfsfólks Veðurstofu Íslands fyrir góðar móttökur og faglegar og áhugaverðar upplýsingar um mikilvægt starf stofnunarinnar.

Ábendingagátt