Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hellisgerði í Hafnarfirði stimplaði sig skemmtilega inn á aðventunni 2020 sem heimur ljóss og upplifunar. Þessi fallegi skrúðgarður Hafnfirðinga er, líkt og í fyrra, orðinn að heillandi og aðlaðandi ævintýralandi í aðdraganda jólanna og mun með ljósum sínum gleðja gesti og gangandi á aðventunni. Stóra rauða jólahjartað við innganginn frá Reykjavíkurvegi markar andann og tekur hlýlega á móti gestum. Svo tekur við ævintýraveröld ljósa þar sem fallegar seríur og ljósafígúrur gleðja augað og andann. Töfrandi litla kaffihúsið í Hellisgerði og gróðurhúsin tvö sem sett voru upp síðsumars verða opin allar helgar á aðventunni.
Í desember verður boðið uppá ratleik um Hellisgerði og dregið úr innsendum svörum 7. janúar 2022. Hægt er að taka þátt á https://hfj.is/hellisgerdi2021
Hafnarfjarðarbær bauð jólin velkomin með opnun á sínu árlega Jólaþorpi um síðustu helgi, þorpi fullu af gleði, gómsætum bitum og skemmtilegum jólavarningi líkt og jólabærinn í heild sinni. Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni og á Þorláksmessukvöld. Jólaandi, jólabirta og jólagleði Jólaþorpsins hefur í ár, líkt og í fyrra, verið færð og framlengd yfir í Hellisgerði þar sem risið er aðlaðandi og heillandi jólaland til upplifunar, útivistar og samveru með fjölskyldu og vinum. Fjöldi Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar nutu á aðventunni 2020 og lögðu leið sína um garðinn á göngu sinni um jólabæinn. Sjá mátti fólk njóta bolla og veitinga í kaffihúsinu, fjölskyldur í nestisferð með kakó og jólakökur, börn við létt hraunklifur og hellaskoðun og við það að skauta á tjörninni í botni garðsins. Jólaævintýralandið í Hellisgerði er opið allan sólarhringinn alla aðventuna og fram á nýja árið. Um miðjan desember stendur svo til að opna Hjartasvellið í Hafnarfirði en þar mun skapast enn eitt einstakt tækifærið til öðruvísi upplifunar í hjarta Hafnarfjarðar.
Í desember mun Bæjarbíó töfra fram tónlistarhátíðina Jólahjarta Hafnarfjarðar. Hátíðin verður með svipuðu sniði og aðrar tónlistarhátíðir tengdar Bæjarbíói – í risatjaldi í bakgarðinum og frítt inn á svæðið. Þar verða trúbadorar, skífuþeytar og „singaalong“ sem kæta mannskapinn. Bæjarbíó og Matthísenstofa skipa mikilvægan sess í hjörtum bæjarbúa og vina Hafnarfjarðar sem þangað sækja viðburði og upplyftingu á aðventunni. Boðið verður upp á fasta dagskrárliði á aðventunni auk þess sem bryddað verður upp á nýjungum. Meðal fjölmargra sem stíga á stokk í Jólahjartanu í Bæjarbíói í ár eru bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór, feðginin Björgvin Halldórsson og Svala Björgvinsdóttir ásamt Margréti Eir og Guðrúnu Árný sem stýrir singalong.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…