Heimur ljóss og hús tækifæranna í Hellisgerði

Fréttir

Hellisgerði í Hafnarfirði stimplaði sig skemmtilega inn á aðventunni 2020 sem heimur ljóss og upplifunar. Þessi fallegi skrúðgarður Hafnfirðinga er, líkt og í fyrra, orðinn að heillandi og aðlaðandi ævintýralandi í aðdraganda jólanna og mun með ljósum sínum gleðja gesti og gangandi á aðventunni. Stóra rauða jólahjartað við innganginn frá Reykjavíkurvegi markar andann og tekur hlýlega á móti gestum. Svo tekur við ævintýraveröld ljósa þar sem fallegar seríur og ljósafígúrur gleðja augað og andann. Töfrandi litla kaffihúsið í Hellisgerði og gróðurhúsin tvö sem sett voru upp síðsumars verða opin allar helgar á aðventunni.

Hellisgerði í Hafnarfirði stimplaði sig skemmtilega inn á aðventunni 2020 sem heimur ljóss og upplifunar. Þessi fallegi skrúðgarður Hafnfirðinga er, líkt og í fyrra, orðinn að heillandi og aðlaðandi ævintýralandi í aðdraganda jólanna og mun með ljósum sínum gleðja gesti og gangandi á aðventunni. Stóra rauða jólahjartað við innganginn frá Reykjavíkurvegi markar andann og tekur hlýlega á móti gestum. Svo tekur við ævintýraveröld ljósa þar sem fallegar seríur og ljósafígúrur gleðja augað og andann. Töfrandi litla kaffihúsið í Hellisgerði og gróðurhúsin tvö sem sett voru upp síðsumars verða opin allar helgar á aðventunni.

Taktu þátt í ratleik um Hellisgerði 

Í desember verður boðið uppá ratleik um Hellisgerði og dregið úr innsendum svörum 7. janúar 2022.
Hægt er að taka þátt á https://hfj.is/hellisgerdi2021

0K1A7654

Jólaþorp og jólaævintýraland í jólabænum Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær bauð jólin velkomin með opnun á sínu árlega Jólaþorpi um síðustu helgi, þorpi fullu af gleði, gómsætum bitum og skemmtilegum jólavarningi líkt og jólabærinn í heild sinni. Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni og á Þorláksmessukvöld. Jólaandi, jólabirta og jólagleði Jólaþorpsins hefur í ár, líkt og í fyrra, verið færð og framlengd yfir í Hellisgerði þar sem risið er aðlaðandi og heillandi jólaland til upplifunar, útivistar og samveru með fjölskyldu og vinum. Fjöldi Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar nutu á aðventunni 2020 og lögðu leið sína um garðinn á göngu sinni um jólabæinn. Sjá mátti fólk njóta bolla og veitinga í kaffihúsinu, fjölskyldur í nestisferð með kakó og jólakökur, börn við létt hraunklifur og hellaskoðun og við það að skauta á tjörninni í botni garðsins. Jólaævintýralandið í Hellisgerði er opið allan sólarhringinn alla aðventuna og fram á nýja árið. Um miðjan desember stendur svo til að opna Hjartasvellið í Hafnarfirði en þar mun skapast enn eitt einstakt tækifærið til öðruvísi upplifunar í hjarta Hafnarfjarðar.

Bæjarbíó og Jólahjarta Hafnarfjarðar

Í desember mun Bæjarbíó töfra fram tónlistarhátíðina Jólahjarta Hafnarfjarðar. Hátíðin verður með svipuðu sniði og aðrar tónlistarhátíðir tengdar Bæjarbíói – í risatjaldi í bakgarðinum og frítt inn á svæðið. Þar verða trúbadorar, skífuþeytar og „singaalong“ sem kæta mannskapinn. Bæjarbíó og Matthísenstofa skipa mikilvægan sess í hjörtum bæjarbúa og vina Hafnarfjarðar sem þangað sækja viðburði og upplyftingu á aðventunni. Boðið verður upp á fasta dagskrárliði á aðventunni auk þess sem bryddað verður upp á nýjungum. Meðal fjölmargra sem stíga á stokk í Jólahjartanu í Bæjarbíói í ár eru bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór, feðginin Björgvin Halldórsson og Svala Björgvinsdóttir ásamt Margréti Eir og Guðrúnu Árný sem stýrir singalong. 

Ábendingagátt