Heita­vatns­laust í öllum Hafnarfirði

Fréttir

Heitavatnslaust verður í öllum Hafnarfirði og litlum hluta Garðabæjar, frá kl. 22 þann 21. ágúst til kl. 10 að morgni 23. ágúst.

Heitavatnslaust verður í öllum Hafnarfirði og litlum hluta Garðabæjar, frá kl. 22, þann 21. ágúst til kl. 10, að morgni 23. ágúst. Ástæða þess er tenging á nýrri heitavatnslögn sem mun tryggja íbúum Hafnarfjarðar heitt vatn til framtíðar.

Veitur hafa skipulagt lokunina þannig að hún verði á þeim tíma þegar minnst notkun er á heitu vatni. Skiljanlega getur það komið sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns en því miður verður svo að vera þegar um svona stórt verk er að ræða. Sjá nánar á korti LUKSjá (or.is)

Framkvæmdir við Álfaskeið og Sólvangsveg hafa staðið yfir síðan í nóvember á síðasta ári og er stefnt að því að þeim ljúki nú í haust. Veitur eru að endurnýja stofnlagnir hitaveitu til að auka flutningsgetu og mæta aukinni eftirspurn í bænum vegna fjölgunar íbúðarhúsnæðis. Markmiðið er að tryggja öllum íbúum í Hafnarfirði heitt vatn til næstu áratuga.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Nánari upplýsingar um lokunina er að finna hér Heitavatnslaust í Hafnarfirði (veitur.is)

Sjá færslu á Facebook síðu Veitur | Reykjavík | Facebook

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Ábendingagátt