Heitavatnslaust m.a. í Hafnarfirði 19. -21. ágúst

Tilkynningar

Suðuræð er flutningsæð hitaveitu sem flytur vatn frá Reynisvatnsheiði og á stóran hluta af höfuðborgarsvæðinu. Þessa mikilvægu flutningsleið eru Veitur nú að tvöfalda og í lok ágúst verður hluti hennar tekinn í notkun. Heitavatnslaust verður í einn og hálfan sólarhring meðal annars í öllum Hafnarfirði frá mánudagskvöldi 19. ágúst til hádegis á miðvikudeginum 21. ágúst.

Veitur auka flutningsgetu til að tryggja öllum íbúum nauðsynlega innviði og lífsgæði til framtíðar

Höfuðborgarsvæðið stækkar ört og íbúum fjölgar. Slíkum vexti fylgir aukin notkun á heitu vatni. Suðuræð er flutningsæð hitaveitu sem flytur vatn frá Reynisvatnsheiði og á stóran hluta af höfuðborgarsvæðinu. Þessa mikilvægu flutningsleið eru Veitur nú að tvöfalda og í lok ágúst verður hluti hennar tekinn í notkun.

Framkvæmdin er fyrsti hluti af lagningu Suðuræðar 2

Heitavatnslaust verður í einn og hálfan sólarhring í öllum Hafnarfirði, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Norðlingaholti og Breiðholti frá mánudagskvöldi 19. ágúst til hádegis á miðvikudeginum 21. ágúst. Lokunin er skipulögð þannig að hún verði á þeim tíma sem minnsta notkun er á heitu vatni. Um stórt verk er að ræða þar sem unnið er að því að tengja stofnlögn heita vatnsins til að auka rekstraröryggi og flutningsgetu fyrir íbúa til næstu áratuga. Samhliða tengingu á stofnlögninni verður mikilvægu viðhaldi sinnt og nýjar lagnir tengdar á fjórum stöðum til viðbótar til að takmarka þau skipti sem stöðva þarf afhendingu á vatni til íbúa.

Atriði sem mikilvægt er að hafa í huga

  • Mikilvægt er að hafa skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir tjón þegar vatnið kemur á aftur
  • Gott er að hafa gluggana lokaða á þessum tíma til að halda varmanum inni
  • Þegar vatni er hleypt aftur á viðamikið lagnakerfi eftir lokun er eðlilegt að lekar geti komið upp. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að tilkynna það svo hægt sé að bregðast við sem fyrst
  • Það getur tekið einhvern tíma að ná fullum þrýstingi aftur.
  • Húseigendur eru hvattir til að huga að sínum innanhússkerfum
  • Innanhúskerfi og snjóbræðslukerfi eru mörg og misjöfn. Best er að hafa samband við pípara eða söluaðila kerfisins til að fá leiðbeiningar

Upplýsingasíða um gang mála

Á vef Veitna verður hægt að fylgjast með framkvæmdinni og hún uppfærð reglulega á íslensku og ensku þann tíma sem lokunin stendur. Allar ábendingar um hvernig Veitur geta upplýst íbúa, fyrirtæki og aðra hagaðila enn betur eru vel þegnar og alltaf hægt að hafa samband í gegnum www.veitur.is.

Upplýsingasíða Veitna fyrir framkvæmdina 

 

 

Ábendingagátt